Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 37
GRIÐBOÐINN
Allt í einu stundi sá blindi: „Mörg ár
er ég búinn að vera í þessum dimma
kjallara ...“
Þá spurði hinn: „Hvar misstir þú
augun?“
Sá tötrum búni strauk blautan bjór-
inn á hundi sínum: „Úr liði okkar
voru alltof margir fallnir, samt héld-
um við áfram að verjast . .. Og aftur
var komið kvöld . . . Og það snjóaði
... Og þá var kirkjuklukkunum
hringt — í minni hugans, í endur-
minningunni um barnæskuna, öryggi
og frið. Fyrir handan skutu þeir á
okkur með sprengikúlum og að baki
okkar var látlaus stórskotahríð . . . Og
um nóttina þegar loks allt var orðið
hljótt neyddu okkar dauðu mig til að
fara yfirum og leita samninga . ..“
Sá með húfumerkið tautaði: „Sá
hefur fengið það heldur betur — hann
er vitlaus.“
Sá blindi kinkaði kolli: ,,Já vissu-
lega, það var vitlaust, bæði þar og
hér, allir voru vitlausir, allt mann-
kynið!“
Sá með húfumerkiö spurði: „Hvar
var það? í austri? í vestri. í því sæla
suöri? ESa við Stalingrad?“
„Það var,“ stamaði blindinginn,
„það er svo langt síðan, svo langt að
enginn minnist á það framar. Það var
á framverðinum hjá Mariakerk. í
grenndinni við baðstaðinn Ostende.
Þar sá ég í aftureldingunni, á leið
minni inn í Einskisland, hermann sem
rak höfuð og herðar upp úr skotgröf
sinni og varpaði handsprengju. Það
var það síðasta sem ég sá. Sprengjan
sprakk, tætti sundur á mér andlitiö.
Síðan hef ég aldrei séð ljós, ekki dags-
ljós, ekki ljós næturinnar, ekkert jóla-
ljós.“
Sá með húfumerkið spratt á fætur
skelfingu lostinn: „Mon Dieu . . . Þú
ert — ert griðboðinn . . .“
Snjórinn var nú orðinn fet á dýpt.
Gjalliö í koksofninum varð svart.
Blindinginn hnipraði sig saman.
Stundirnar liðu, kaldar og daprar.
Hann drúpti höfði ... Stór höll reis
fyrir framan hinn sofandi mann, höll
með mörgum súlum og líkneskjum:
Dómkirkja . . . Blindinginn hugsaði
sér að leita skýlis í einu veggskoti hall-
arinnar. En þar var þegar einhver
vera fyrir. Hríðskjálfandi bað hann
um rúm. Árangurslaust . . . Hann
þreifaÖi í auömýkt á þessum með-
bróður sínum. Svo hrökklaðist grið-
boðinn frá: „Þetta er þá steinn . ..“
Halldór Stefánsson íslenzkaði.
227