Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 37
GRIÐBOÐINN Allt í einu stundi sá blindi: „Mörg ár er ég búinn að vera í þessum dimma kjallara ...“ Þá spurði hinn: „Hvar misstir þú augun?“ Sá tötrum búni strauk blautan bjór- inn á hundi sínum: „Úr liði okkar voru alltof margir fallnir, samt héld- um við áfram að verjast . .. Og aftur var komið kvöld . . . Og það snjóaði ... Og þá var kirkjuklukkunum hringt — í minni hugans, í endur- minningunni um barnæskuna, öryggi og frið. Fyrir handan skutu þeir á okkur með sprengikúlum og að baki okkar var látlaus stórskotahríð . . . Og um nóttina þegar loks allt var orðið hljótt neyddu okkar dauðu mig til að fara yfirum og leita samninga . ..“ Sá með húfumerkið tautaði: „Sá hefur fengið það heldur betur — hann er vitlaus.“ Sá blindi kinkaði kolli: ,,Já vissu- lega, það var vitlaust, bæði þar og hér, allir voru vitlausir, allt mann- kynið!“ Sá með húfumerkiö spurði: „Hvar var það? í austri? í vestri. í því sæla suöri? ESa við Stalingrad?“ „Það var,“ stamaði blindinginn, „það er svo langt síðan, svo langt að enginn minnist á það framar. Það var á framverðinum hjá Mariakerk. í grenndinni við baðstaðinn Ostende. Þar sá ég í aftureldingunni, á leið minni inn í Einskisland, hermann sem rak höfuð og herðar upp úr skotgröf sinni og varpaði handsprengju. Það var það síðasta sem ég sá. Sprengjan sprakk, tætti sundur á mér andlitiö. Síðan hef ég aldrei séð ljós, ekki dags- ljós, ekki ljós næturinnar, ekkert jóla- ljós.“ Sá með húfumerkið spratt á fætur skelfingu lostinn: „Mon Dieu . . . Þú ert — ert griðboðinn . . .“ Snjórinn var nú orðinn fet á dýpt. Gjalliö í koksofninum varð svart. Blindinginn hnipraði sig saman. Stundirnar liðu, kaldar og daprar. Hann drúpti höfði ... Stór höll reis fyrir framan hinn sofandi mann, höll með mörgum súlum og líkneskjum: Dómkirkja . . . Blindinginn hugsaði sér að leita skýlis í einu veggskoti hall- arinnar. En þar var þegar einhver vera fyrir. Hríðskjálfandi bað hann um rúm. Árangurslaust . . . Hann þreifaÖi í auömýkt á þessum með- bróður sínum. Svo hrökklaðist grið- boðinn frá: „Þetta er þá steinn . ..“ Halldór Stefánsson íslenzkaði. 227
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.