Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR m. a. s. tekin orðrétt upp úr greininni. Þannig er um stagl bóndans um að aðal- atriðið sé að hafa nóg handa kindunum og kvörtun gömlu konunnar undan mjólkurleysinu: „Eg með.alla mjólkurílaungunina ...“ (105). Eitt skoplegasta atriðið í „Skammdegisnótt í Jökuldalsheiði“ er lýsingin á hugleiðingum heiðabændanna um Grænland og kosti þess, í tilefni af merki- legri ritgerð í blaðinu Hæni á Seyðisfirði, „þar sem því var haldið fram, að Grænland væri auðugasta og frjósamasta land í heimi“ (18). En í Heiðinni hefur verið gert svolítið meira úr þessu atriði. M. a. er höfundur ritgerðarinn- ar nefndur sem „prófastur eða prófessor eða biskup eða eitthvað þessháttar, að nafni Jón Dúason“ (24). Þetta er engan veginn út í bláinn. Einmitt í september 1926 flutti Hænir tvær langar greinar um Grænland eftir Jón Dúason, bæði um eignarrétt íslendinga til þessa lands og um kosti þess fyrir búskap. í síðari greininni, „Hvað eigum við með Grænland að gera?“, sem birtist 25. septem- ber, gerist höfundur næstum því ljóðrænn, þegar hann lýsir náttúruauðæfum Grænlands: Má segja að landið beri nafn sitt með réttu, því þar inni í fjörðunum er landið alt vafið hnéhárri eða mjaðmarhárri gróðurbreiðu. Þama eru einhver hin ágætustu beitilönd sem til eru á Norðurlöndum. Inni í fjörðum á Grænlandi, geta gengið margar miljónir af sauðfé, hreindýrum og moskusuxum sjálfala allan veturinn. Vilt sauðfé gengur nú úti í Eystribygð, og kýrnar á Görðum (30—40) ganga úti hartnær allan veturinn. „Hvað eiga íslenzkir bœndasynir að gera við Grœnland?“ spyr höfundur og svarar sjálfur: „Fátæklingurinn á íslandi þarf ekki annað en að flytja sig nokkrar mílur í vestur og slá eign sinni á land, á eigendalausar auðsuppsprett- ur náttúrunnar, til þess að verða auðugur og sjálfbjarga maður.“ Eins og menn sjá af þessum tilvitnunum, er „grænlandsþátturinn“ í Heið- inni ekki allt of ýktur. Halldór hafði megna óbeit á þessum grænlandsáróðri, en hann virðist hafa skoðað hann sem nokkurskonar föndur afturhaldssamra manna við alvarleg þjóðfélagsmál. Á einum stað í „Raflýsing sveitanna“, 17. marz, dregur hann þessa andstæðinga sína sundur í háði: Grænland! segja stássstofumennirnir og þjóðemishetjurnar. Þar er framtíðin! Hrjáða annesjabarn! Dóttir afdalanna! Sonur heiðarinnar! Farið þið til Grænlands! Við eigum það samkvæmt gömlum skilrfkjum. Þeir skrifa út hvern einasta salernispappír, sem þeir ná til, og sanna það svart á hvítu, að við eigum Grænland. Við eigum að stofna þar nýlendu og verða stórveldi! Rétt eins og ísland væri of lítið handa þessum fáu hræðum hér! — Rétt eins og standi ekki á sama, hver á Grænland! Eigi guð ekki Grænland, má grefillinn eiga það! — Hversu fáránlegt, meðan bylting er í aðsigi í hverju einasta þjóðfélagi, að heyra einhverja vera svo aftur úr að rífast út úr því, hver eigi lönd, og sanna eitthvað með lagabókstaf og skilríkjum! Auð- 316
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.