Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kaupíélagsstjórinn dembir í höfuð læknisins: „þjóðníðíngur, rótleysíngi og
pólitískur hrossabrestur“, kaupstaðauppskafningur „fullur af útlendum belg-
íngi“, litblindur, „þjóðernislaus bókabéus, Hamsuns-fígúra, gleiðmyntur skraf-
finnur, sem talar um þjóðfélag eins og rússneskur bolsi og þverneitar með
köldu blóði öllu gildi einstaklíngsfrelsis“ (128).
Þó það sé að nokkru leyti arfgengt hlutverk lækna í skáldverkum að gerast
talsmenn gagnrýns raunsæis eða kaldhæðni, er ekki loku fyrir það skotið, að
Þorsteinn Einarsson íHeiðinni eigi uppruna sinn í veruleikanum frekar en í
bókmenntunum. Veturinn 1926, áður en Halldór lagði af stað í skíðaferðina
norður, dvaldi hann hjá gömlum skólabróður sínum, héraðslækninum á
Brekku í Fljótsdal, Bjarna Guðmundssyni. (Sbr. Dagleið á fjöllum, bls. 7, og
bók mína Den store vávaren, 1954, bls. 378.) Eins og Þorsteinn stéttarbróðir
hans var Bjarni ungur maður og „útskrifaður fyrir fám árum“; hann er fædd-
ur 1898 og varð cand. med. 1924. Þorsteinn Einarsson hefur tekið við héraði
sínu „í fyrra“ (103), Bjarni hafði verið settur í Fljótsdalshéraði 1. júlí 1925
og skipaður þar 1. júlí 1926. En þar sem Þorsteinn vitnar í reynslu sína frá
Vínarborg, liafði Bjarni farið námsför til Þýzkalands. (Sbr. Hver er maður-
inn?) Vitaskuld má ekki skilja þennan samjöfnuð þannig, að Bjarni Guð-
mundsson hafi verið bein „fyrirmynd11 að Þorsteini Einarssyni. A hinu leikur
víst enginn vafi, að samvera þeirra Halldórs þar eystra hafi haft einhver áhrif á
mótun læknisins í Heiðinni.
í Vejaranum mikla var æðsta hugsjón afneitun veraldlegra gæða og auð-
mjúk þjónusta fyrir augliti Guðs. I Heiðinni verður hinsvegar harðsvíraður
raunsæismaður og ,,guðníðingur“, veraldarmaður með kærulausu öryggi í
allri framkomu sinni og köldu glotti á vörum, gerður að dásamaðri fyrirmynd
heiðardrengsins. Það vitnar á sinn hátt um þróun skáldsins þessi ár.
Ymis sjónarmið í lýsingunni á búskap Guðmundar í Sumarheiði birtast
mörgum árum seinna í mjög svipaðri mynd í skrifum höfundarins um íslenzk-
an landbúnað. Guðmundur bóndi lifir „fyrir kindur sínar og annara eins og
listamaður, sem lifir fyrir list sína og annara“ (3): hann fórnar sjálfum sér og
íólki sínu á altari sauðkindarinnar. En t. d. í ritgerðinni „Gegn óvinum land-
búnaðarins“ (april 1943) talar Laxness um tilraunir afturhaldsins „að telja
einyrkjum og öðrum smáframleiðendum trú um að þeir séu vígðir nokkurs
konar helgri köllun sem nálgast helst hugsjónir meinlætalifnaðar“. Orkusó-
lundun þessara manna sé haldið við „með opinberum styrkjum í ýmsu formi,
líkt og væri um fagrar listir að ræða“; framleiðsla landbúnaðarafurða sé
þannig stunduð „sem list fyrir listina“. (Sjáljsagðir hlutir, 1946, bls. 307—
318