Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem barði hvítum vængjunum í þekjuna — og maðurinn gekk áfram sína vegleysu Island í Ijóðahœtti lýsir ef til vill mestri formfegurð, og skal aðeins bent á þetta er- indi: Sem á þræði blám silfur skjálfi líður lind um heiði en í dal gljár við utankuli dögg svöl dýja. Maður verður úti er einnig með fegurstu ljóðunum. Gaman er að bera Atómljóð að handan saman við kvæði sem Jóhannes hef- ur ort áður út af samtíðaratburðum, og sjá muninn. Hér er komin yfirsýn annars eðlis og kvæðið hafið upp í veldi almenns gildis. Sjödægra er heimurinn eins og skáldinu birtist hann í skuggsjá síðasta áratugs. Allt sem almenningur hefur orðið að þola í kalda stríðinu, undir ógnum atómsprengju og nýrrar styrjaldar áður en gróin væru sár hinnar fyrri, allt sem skáldið á þessum tíma hefur orðið að þola með þjóð sinni er svik- in var undir erlend yfirráð, ólgar í Sjö- dægru sem undiralda djúps sársauka. Hún bregður upp andstæðum myndum varðandi örlög mannsins eftir því hvora leiðina hann vill kjósa sér: útrýmingu í styrjöld eða frið. Kvæðin Nœturróður, Kalt strið, Börn Atl- antiss og Þula frá Týli eru þar meðal hinna snjöllustu. Reynsla þessa áratugs hefur orð- ið skáldinu eldskírn, og þar með er komið að dýpri skilningi á Sjödægru og breyting- um þeim sem orðið hafa á kveðskap Jó- hannesar. 011 hugsun hans hefur skírzt, mannþekkingin, yfirsýn um allt mannlegt líf. Hann kemur heilli og sterkari út úr eld- skírninni, eins og þjóð hans mun gera. Og undirtónninn í verkinu er þessi: hvernig sem á þér er níðzt, hversu þungur sem er þinn róður, þá sýndu hugrekki og tign sem maður, því að þinn er sigurinn, þín er fram- tíðin: Mín fjöll standa þegar lygin hrynur mín bláu fjöll mín hvítu fjöll. Kr. E. A. Sagctn af Trístan og ísól Joseph Bédier samdi eftir fomum kvæðum. Einar Ól. Sveinsson íslenzkaði. Heimskringla. Rvík 1955. Sagan af Trístan og ísól er einn af hym- ingarsteinum evrópskra bókmennta. Efnið er algilt: harmleikur ástar og dauða, þeirr- ar ástar sem er sterkari en öll lög og loforð, sterkari en allur mannlegur vilji og að lok- um sterkari en dauðinn sjálfur. Þessi saga er hin fyrsta mikla ástarsaga í bókmenntum Vesturlanda. „Sagan af Trístan og ísól hef- ur forðum án alls efa byrlað ófáum sálum lævíslegt eitur, og enn í dag hefur ástar- drykkurinn vissulega hrifið á ófá hjörtu, ef til vill leitt þau í gönur, þegar töframaður- inn sem bruggaði hann hafði magnað hann ofurmætti tónlistarinnar,“ sagði hinn víð- frægi franski bókmenntafræðingur Gaston Paris fyrir hálfri öld. Áhrif sögunnar hafa ekki aðeins náð til einstakra manna heldur engu síður til bókmennta margra þjóða öld- um saman, og harmleikur sögunnar hefur fengið áhrifameiri mynd í tónlist en títt er um fomar bækur, þó að Tristan og Isolde Wagners sé varla lengur eins háskaleg sál- arró manna og þegar Gaston Paris skrifaði orðin sem áður var vitnað í. Örlög þessarar áhrifamiklu sögu hafa orð- ið þau, að elzta gerð hennar, sú frumsmíð sem steypti margvíslegu brotasilfri keltn- eskra arfsagna í listræna heild, hefur glat- azt með öllu, en til em sagnaljóð og sögur í 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.