Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 29
HEIMILDASAFN ATVINNUVEGANNA gömlum verzlunarbókum Höfðakaup- staðar hafi verið tekin gröf, þeim fleygt þar í og síðan mokað yfir. Ég efast ekki um, að menn séu mér sammála um það, að nauðsynlegt sé að hefjast handa um ráðstafanir til varðveizlu skjalasafna atvinnuveg- anna. En hverjar eiga þær ráðstafan- ir að vera ? Og hvað getum við lært í þessum efnum af reynslu annarra þj óða ? Þjóðverjar urðu fyrstir til að taka þetta mál föstum tökum og varð at- burður, sem gerðist árið 1902, til þess að flýta fyrir framkvæmdum. Þá bár- ust út þær fréttir, að Rotschildarnir í Frankfurt og Neapel hefðu tortímt skjalasöfnum sínum vegna geymslu- leysis, og skömmu síðar fréttist, að skjalasöfn Rotschildanna í París hefðu hlotið sömu örlög. En skjala- söfn þessa gamla og volduga peninga- firma voru meðal hinna dýrmætustu heimildagagna um sögu Evrópu. Við athuganir, sem Þjóðverjar létu fram fara, kom í ljós, að mjög fá einkafyrirtæki varðveittu skjalagögn sín lengur en þau 10 ár, sem bókhalds- lögin ákváðu; t. d. höfðu aðeins 5 bankar af 100 í Rínarlöndum varð- veitt gömul viðskiptagögn. Forustumenn í vísindum og at- vinnumálum Þjóðverja tóku nú hönd- um saman um lausn málsins. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að eina leiðin til að koma í veg fyrir tortím- ingu einkaskjalasafna væri að stofna sérstök heimildasöfn í þágu atvinnu- veganna. Að vísu höfðu margir kaupsýslu- og athafnamenn í iðnaði og öðrum atvinnugreinum gert sér grein fyrir því, hve mikilvægt væri að varðveita skjalasöfn atvinnulífsins, þótt lítið eða ekkert yrði úr framkvæmdum. Sumir lögðu árar í bát, þegar er þeim varð ljóst, hvílíka örðugleika varð- veizla svo fyrirferðarmikilla skjala- gagna hlaut að hafa í för með sér, og tortímdu því öllu, sem þeim var heim- ilt að tortíma samkvæmt bókhaldslög- unum. Aðrir tóku þann kostinn að vinza úr og geyma aðeins nokkurn hluta skj alagagna sinna, en brast, sem eðlilegt var, nauðsynleg skilyrði til þess að meta heimildagildi þeirra. Mestu skipti þó fyrir framgang málsins, að þýzkum kaupsýslu- og athafnamönnum var nú smám saman farið að skiljast, að þeir gátu, sér að skaðlausu, veitt fræðimönnum að- stöðu til þess að kanna skjalasöfn fyr- irtækja sinna og þannig slegið tvær flugur í einu höggi, veitt fræðimönn- um nauðsynleg heimildagögn um þýzka atvinnusögu og stuðlað um leið að því að halda á loft minningunni um sjálfa sig og verk sín. Þýzkum kaupsýslu- og athafnamönnum var nú líka farið að verða ljóst, að fræði- mönnum var mjög óhægt um vik að kanna skjalasöfn þeirra, þó að þeir ættu þess kost, vegna þess, hve mörg þau voru og dreifð víðs vegar um 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.