Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 19
MAGNÚS ÁSGEIRSSON Grieg, og tók sér stórvirki fyrir hend- ur eins og að þýða Tólfmenningana eftir Alexander Blok. En um leið og hugur hefur borizt að Blok og Nordahl Grieg er komið að nýjum kynslóðareinkennum sem eiga hin ríkustu ítök í Magnúsi. Meðal annars undir áhrifum hinna miklu hugsjónaskálda á undan hafði fjöldi listamanna af kynslóð Magnúsar rót- tækar skoðanir og aðhylltust komm- únisma sem framtíðarhugsjón. Á öðr- um og þriðja tugi aldarinnar logaði sú hugsj ón heit í brj ósti margra beztu fulltrúa kynslóðarinnar og Magnús Asgeirsson var einn af þeim. Þegar ég kom heim frá útlöndum 1930 man ég að Magnús tók mig á eintal og hélt yfir mér prédikun um það að komm- únisminn væri framtíðin og þeir allir gerðu sig að forundri sem ekki skildu þennan meginsannleik aldarinnar. Magnús var frá menntaskóla- og stúd- entsárunum í hópi beztu vina minna og vissi ég eigi annan skarpari að gáf- um. Mér var því ekki lítill fögnuður að hlýða á fortölur hans og því frem- ur sem mér var boðskapurinn þegar kunnur og hugnæmur. Sá bydtingaeld- ur sem með kynslóðinni logaði, henni í eðli borinn, blossaði einmitt upp eft- ir heimsstyrjöldina fyrri með stofnun Sovétríkjanna og magnaðist síðan í heimskreppunni miklu, þegar menn sáu hrikta sem mest í stoðum auð- valdsins. Byltingarandi Magnúsar sést víða í kvæðavali hans, ekki í merkingu þjóðfélagsbyltingar eingöngu, heldur sem bylting í sjálfu sér í hugsun og skoðunum, uppreisn gegn afturhaldi og f j ötrum hvers tíma, bylting í merk- ingu eilífrar endurnýjunar kraftanna til nýrrar framvindu, bylting í merk- ingu vorsins eins og í kvæði Arturs Lundkvists. Magnús var á sínum tíma í hópnum sem stóð að Rauðum penn- um og lagði til þeirra sumt hið veiga- mesta eins og Kvœðið um fangann. Þj óðfélagslega blossaði mest upp reiði hans gegn fasismanum, eins og vinátta Magnúsar við Nordahl Grieg slaðfestir og sú alúð sem hann leggur við að snúa kvæðum hans á íslenzku. Þessum róttæka anda hélt hann líka í hinu glæsilega bókmenntatímariti sem hann stofnaði, Helgafelli. Með- an hans naut þar sem ritstjóra bar það merki frjálslyndis, bókmennta- legrar þekkingar og víðsýni, og hann lagði því til margt hið bezta frá sjálf- um sér. Eitt af þeim einkennum sem fylgdu kynslóðinni og Magnús Ásgeirsson átti í ríkum mæli var uppspretta lífs- gleði og léttrar kátínu samfara leiftr- andi fyndni og hæðnisgneistum. Þessi lífsgleði var ekki æskufyrirbæri eitt lieldur kynslóðinni gefin vegna þess live hún fann vera rúmt um sig, bjart og vítt framundan, og margar höml- ur losnaðar. Hún átti þá sterku til- finningu aðhún væri frjáls eða frelsið væri á næsta leiti. Magnús var f fé- tímauit máls oc mennincau 209 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.