Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR öll meginhugsun beinist að í verkum hans eiga rætur í brjósti hans sjálfs, og hefur hann margoft lýst sér sem skóldi af tveimur heimum. Um leið og Thomas Mann er sjálf- ur uppistaðan í verkum sínum fela þau í sér ítarlegustu og skörpustu at- hugun og gagnrýni sem nokkurt borg- aralegt skáld hefur gert á lífsskoðun tuttugustu aldar, á meinsemdum hins borgaralega þjóðfélags á stigi im- períalisma, styrjalda og fasisma, og á þýzkri hugmyndaþróun sérílagi. Hann tekur nútíma borgarastétt undir ljós- spegil sinn og gagnlýsir har.a frá öll- um hliðum og sýnir hnignunar- og dauðamörkin í hugmyndakerfi henn- ar sem gróðrarstíu nazismans, og hlífir ekki lærimeisturum sínum, sam- tíðarpostulum né sjálfum sér. Eftir að skáldið hefur séð með auknum þroska niður í djúp samtíð- arinnar og hver voði þjóð sinni og manninum er búinn, tekur hann nú- tímann og ber upp að ljósi fortíðar- innar og fer að grafast fyrir uppruna mannsins framan við nútíma þjóðfé- lög og finna frumdrætti hans og eðlis- einkenni og þau náttúrlegu sögulegu lögmál sem þróun hans og framvinda hlítir á jörðinni, og jöfnum höndum ber hann nútímann, hikandi í fyrstu, upp að ljósi sósíalismans, mannúðar- stefnu hans og framtíðarhugsjóna. Fyrst og síðast í list Thomasar Manns beinist athygli hans og hugar- ástríða að manninum sjálfum, lífs- mynd hans hreinni og sannri, þeirri þroskuðu sanngóðu manngerð er lýsa megi sem fyrirmynd og leiðarljós fram á veginn. „Týndur sonur" Thomas Mann er borgari að eðli og uppruna. Forfeður hans eru stórkaup- menn og konsúlar, máttarstoðir hansastaðarins Lúbeck. Hann er alinn upp í gömlu borgaralegu andrúms- lofti og umhverfi, svo að þegar hann kemur á fullorðinsárum til Weimar í hús Goethes, sem varðveitt er óbreytt frá því fyrir 1800, finnst honum sem hann komi í foreldrahús sín og allt sé gamalkunnugt. Borgaramenning kyn- slóðarinnar á undan, einkum verk Schopenhauers, Wagners og Nietz- sches, drekkur hann í sig og tilbiður fram eftir aldri þessa höfuðmeistara, og áhrif þeirra eru mótuð hið dýpsta í verk hans sjálfs. Svo djúpar rætur festu lífsskoðanir þeirra í huga hans að það kostar hann aldraðan brenn- andi sársauka að verða að slíta þær þaðan aftur. Hann geldur þessum og öðrum lærifeðrum dýrar gjafir í rit- gerðum sínum og fellir um þá hina sanngjörnustu dóma þakklátum huga og af samúðarskilningi. Hann finnur náinn skyldleika með sér og þeim. þó að snillingar frá æskuskeiði borgara- stéttarinnar, Schiller og síðar Goethe framar öllum, standi seinna hjarta hans nær. 240
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.