Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 17
MAGNUS ASGEIRSSON kynslóð draga þar til sín eins og fjall- ið gróður þjóðanna. í verkum þeirra speglast fj ölbreytnin. En það sem mest dregur okkur að þeim er hið heiða andrúmsloft og sú víðsýni and- ans sem við njótum af tindum verka þeirra eða í námunda við persónuleik þeirra sem gefur okkur þá stoltu til- finningu að við séum sem menn gædd- ir tignu eðli og af æðsta uppruna í hnattanna mikla veldi. Þessi mynd bar mér ósjálfrátt fyrir augu þegar mér varð hugsað til Magn- úsar Asgeirssonar á kveðjustund í ljósi þeirrar kynslóðar sem hann varð samferða. Hann var eitt mesta fjallið í landslagsmynd hennar, og hvað sem um haustið verður sagt þá átti sú kyn- slóð bjart og fagurt vor. Magnús varð einn af þeim sem helg- uðu starf sitt bókmenntum, og hann tók þar við miklum arfi. Það voru engin smáfell sem risu af sléttum kynslóðarinnar á undan. Slík- ir hátindar sem Matthías, Þorsteinn, Einar Benediktsson og Stephan G. höfðu sjaldan gnæft við himin á ís- landi. Mörgum þótti sem aldamóta- kynslóðin nýja væri eins og þúfna- kollar við hlið þeirra, og verkin sem frá þeim komu líkt og lækjarsytrur í samanburði við fossaaflið mikla sem söng í hamrabeltum hinna. En unga kynslóðin lyfti með vori og sumri sín- um fjöllum, og nú þykja þau gnæfa yfir lágþýfi hinnar nýju sem er að sækja í sig veðrið. Hið ofurmannlega afrek risanna miklu á undan aldamótakynslóðinni, þeirra sem nefndir voru að framan, var að taka íslenzku þjóðina í fylgd með sér upp á hæstu tinda þar sem gaf áður ókunna útsýn um heiminn, í stjórnmálum, vísindum og bókmennt- um, yfir sögu aldanna í ljósi nýrrar þekkingar. Og þau lyftu um leið nýj- um himni, heiðskírum og björtum, yf- ir tignarnáttúru íslands og sagna- heim þjóðarinnar. Leiðið hugann að þessu: hvílíkan arf fékk Magnús Ásgeirsson, hann sem gekk út á þá braut að safna úr gróðri heimsbókmenntanna sem flestu úrvalskyns til að prýða með hrjóstur- lönd heimabyggðarinnar og gefa líf í jarðvegi hennar. Þeir bentu honum leiðina, allir fjórir, út í veröldina. og heim, allir að sama marki. Matthías benti á mannúðina sem grundvöll alls og sá heimsbyggðina í einu ljósi. Ein- ar boðaði að allt er af einu fætt, að al- heimsins líf er ein voldug ætt. Þor- steinn og Stephan G. gáfu útsýn sós- íalismans yfir sögu mannsins á jörð- inni og bentu á framtíðarríkið, bræðralag allra manna. Og allir höfðu þeir fsland efst í huga, sá eldur sem brann þeim í brjósti og lýsti þeim hvarvetna um jarðir var ástin á ís- lenzkri þjóð sem þeir vildu efla og þroska og lyfta til vegs í heiminum. Matthías flutti auð Shakespeares, By- rons og margra annarra inn í íslenzk- ar bókmenntir, Einar Benediktsson 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.