Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 143
UMSAGNIR UM BÆKUR lausu máli sem frá henni eru runnin, hin elztu þeirra þó aðeins í brotum. Allt efni sögunnar er þó til í yngri gerðum og þýð- ingum, meSal annars á norrænu. Sá franskur fræSimaSur sem manna mest rannsakaSi þessar leifar á sinni tíS, Joseph Bédier, lét ekki viS þaS sitja aS gera þeim fræSileg skil, heldur tókst hann á hendur aS endursemja söguna í lausu máli á nú- tímafrönsku í þeirri mynd sem hann taldi upphaflegasta. Ur þessu varS bók sú sem prófessor Einar Ól. Sveinsson hefur nú þýtt á íslenzku. Hún er löngu orSin klassískt rit í heimalandi sínu, hefur veriS endurprentuS þar látlaust í hálfa öld, og auk þess þýdd á fjölda mála. Þetta er ekki aS ófyrirsynju. í henni fer saman nákvæm þekking og vinnu- brögS vísindamanns og nærfærni og smekk- ur listamanns sem skapar heilsteypt lista- verk úr því sundurleita brotasilfri er var hráefni hans. Enginn skyldi ætla aS þetta sé eingöngu eSa framar öllu miSaldabók um kurteisa riddara og frúr þeirra, þó aS svo sé á ytra borSi. Efni hennar er óháS tíma og rúmi; og undarlega er þeim æskumanni eSa konu fariS sem ekki getur hrifizt af rómantík þessarar bókar. Yfir henni hvílir heiSur blær franskrar nærfærni og smekkvísi; öllu er haldiS í skefjum, ofsaleg tilfinningasemi og önnur gönuskeiS síSari bókmennta eru hér víSs fjarri. ViS þetta bætist aS þýSandinn, Einar Ól. Sveinsson, hefur unniS verk sitt eins og bezt verSur á kosiS. Hann hefur þýtt bókina á gullfallegt mál, einfalt og lipurt; en þaS tungutak leynir á sér: í því búa margs kon- ar náttúrur sem lesandinn verSur ekki var viS í fyrstu, en þær ná valdi á honum án þess aS hann viti af því. ÞýSandanum hefur tekizt aS gefa máli bókarinnar blæ af ridd- arasögu, án þess aS stæla eSa fyma, án þess aS hvika frá nútímamáli í meginatriSum. Hann hefur í því fylgt fyrirmynd Bédiers, en ekki skal dregiS í efa, þaS sem þýSandi segir í formála, aS margt hafi veriS torvelt í þýSingu. Auk þess hefur Einar Ól. Sveins- son ritaS aS bókinni mjög fróSlegan og vel saminn formála þar sem skýrt er frá upp- runa sögunnar og örlögum hennar meS ýms- um þjóðum, en þó framar öllu hjá okkur ís- lendingum, eins og eSlilegt er. Einar Ól. Sveinsson á miklar þakkir skiliS fyrir þetta verk. Hann hefur ekki aSeins þýtt klassíska bók, heldur endurskapaS hana í klassísku gervi á íslenzkri tungu. J. B. Leo Tolstoj: Stríð og friður, skáldsaga, í fjórum bindum. íslenzkaS hefur Leifur Har- aldsson. Menningar- og fræSslusamband alþýSu, Reykjavík 1953—54. Flest ár bætast einhver af stórverkum heimsbókmenntanna í hóp þeirra sem þýdd eru á íslenzku, en ef til vill er vonlegt aS hægt gangi og erfitt meS aSdrætti úr hinum fjarlægari þjóStungum, svo sem slafnesku málunum. Á seinustu árum hafa þó byrjaS aS koma út þýSingar á ritum rússneskra öndvegishöfunda, og má þar til nefna nú- tímamenn eins og Boris Polevoj (sem ís- lendingum er aS góSu kunnur síSan hann kom hingaS fyrir fám árum), Pjotr Pav- lenko, auk fyrri tíma manna, en þar ber Lev Tolstoj hæst. Nú hefur MFA gefiS út í ís- lenzkri þýðingu eitt höfuSverka hans, StríS og friS, sem Leifur Haraldsson hefur þýtt eftir danskri þýðingu meS hliSsjón af enskri, en báSar þær þýSingar eru taldar góSar. Enn er fáum á aS skipa sem geti þýtt beint úr rússnesku, þó aS þaS mál tali yfir 100 milljónir manna og hún sé höfuStunga alls Sovétsambandsins frá Eystrasalti aust- ur til Kyrrahafs. 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.