Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR meS þungri undiröldu, öll hlaðin innri spennu, þrungin af hugkvæmni og vizku og óumræðilega næmum skilningi á mannlegu lífi og mannleg- um aðstæðum. Persónurnar rísa eins og fjöll af jafnsléttu með löngum að- draganda og miklum smágróðri við rætur og í hlíðum. Hann mótar þær hægt og varlega, gefur nákvæma lýs- ingu á umhverfi þeirra, venjum og háttum, hugarfari og sálarlífi. Þær eru látnar bregða ljósi hver á aðra frá mörgum hliðum, spegla sig í hugrenn- ingum og draumum sjálfra sín. Hann skýrir þær í ljósi margbreytilegra andstæðna. Hann fylgir svo persónu- sköpun sinni eftir að slíks eru fá dæmi, svo að þær standa fyrir manni að lokum sem ógleymanlegar nýjar manngerðir og þó sem lifandi ein- staklingar. Hann hefur sjálfur oft gert ýtarlega grein fyrir því hvernig verk hans urðu til. Skáldsagan Doktor Faustus er lýsing par excellence á list- sköpunarstarfi, eflaust að drjúgum hluta skáldsins sjálfs, og hann hefur ritað sköpunarsögu þessa verks sem gerir heila bók. Thomas Mann er stíl- snillingur á þýzka tungu svo að við- brugðið er, og fjölmargir kaflar í verkum hans eru unaðslegur lestur vegna stílfegurðar og máls. Einkenni stílsins eru framar öðru nákvæmni og festa og tindrandi gamansemi og skop sem farið er með af óviðjafnanlegu listfengi, hvergi tranar sér fram en liggur hvarvetna í leyni sem dulinn unaður í verkinu öllu. Skáldið hefur unnað tónlist frá æsku og kynnt sér hana til hlítar, eins og bezt má vita af Doktor Faustus þar sem hann semur sjálfur tónsmíðar Adríans og útlistar þær. Bygging flestra verka hans mun sniðin eftir tónlistarlögmálum og gef- ur þeim ekki sízt hina djúpu fyllingu. Við lifum, eins og sagt er, á öld hraðans, öld byltinga og styrjalda, á öld kjarnorkunnar. Bíllinn, flugvélin, síaukinn snúningshraði, eru einkenni aldarinnar. Fyrir augum er allt á hendingsflugi, hvergi andartaks við- dvöl. Allir tjalda til einnar nætur. En hvað er um þennan hraða? Þeg- ar betur er íhugað er hann aðeins á yfirborðinu. Undir niðri í þjóðfélög- unum liggja þungir hægir straumar sem í raun réttri ákveða allt, líka yfir- borðshraðann. Hvaðeina í mannfélaginu skapast af vinnu, stöðugri þrautseigri vinnu kynslóð fram af kynslóð. Á bak við bifreiðarnar, flugvélarnar, kvikmynd- irnar, útvarpið liggur hið rólegasta, þrautseiga starf hins nákvæma íhug- ula vísindamanns sem þokar sér áfram fet fyrir fet, stig af stigi eftir síendur- teknum tilraunum. Skáldin sem aðrir verða að sjálf- sögðu að fylgjast með öld hraðans. Tíminn hleypur frá manni, er endur- tekið spakmæli. Skáld sem ekki berst með tízkunni verður aftur úr. Lesend- urnir hlaupa frá því. í óðagoti sínu á 262
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.