Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Verzlunarbækur og önnur viðskipta- gögn fyrirtækisins fylgdu verzlunar- húsunum við söluna svo sem sjálf- sagður hluti þeirra, og hinir nýju eig- endur komu þeim fyrir til geymslu á lofthæð húsanna. Svo fór þó að lok- um, að þeir töldu sig þurfa að nota þetta geymslupláss til annars og fóru þess á leit við siglfirzk bæjaryfirvöld, að þau tækju að sér varðveizlu þessa dýrmæta skjalasafns. Sögumaður minn lýsti því mjög sárlega, hvernig hinir nýju eigendur verzlunarhúsanna hefðu gengið fyrir hvern bæjarembættismanninn af öðr- um þessara erinda, en þeir allir borið við geymsluleysi og vikið frá sér allri ábyrgð um afdrif skjalasafnsins. Eigendur gömlu verzlunarhúsanna tóku sér hin siglfirzku bæjaryfirvöld til fyrirmyndar, vörpuðu einnig frá sér allri ábyrgð um afdrif skjalasafns- ins og létu bera það úr húsum sínum og fleygja því út fyrir vegg. Þar lá það alllengi, án þess að nokkur veitti því eftirtekt nema nokkur siglfirzk börn, sem áttu sér leika saman þarna í grennd, og sáust stundum blaða í gömlu verzlunarbókunum og dást að því, hve þær væru fallega skrif- aðar. En börnin á Siglufirði fengu ekki lengi að njóta þeirrar ánægju að blaða í gömlu verzlunarbókunum, sem fullorðna fólkið vildi hvorki sjá né nýta, því að einn góðan veðurdag tók einhver sig til og lét kasta þeim í sjóinn. Þar með var endanlega tor- tímt aðalheimildunum um atvinnu- þróun Siglfirðinga um 35 ára skeið. Ég er að vísu fæddur í Reykjavík, en dvaldist á æskuárum mínum á Siglufirði og tel mig sjálfur Siglfirð- ing og vona, að gamlir Siglfirðingar a. m. k. geri það líka, þó að ég hafi ekki dvalizt á Siglufirði síðan ég fór í skóla haustið 1922. Mig tók mjög sárt að frétta um afdrif gömlu sigl- firzku verzlunarbókanna og kveinka mér við að gera tortímingu þeirra að opinberu umtalsefni. En ég treysti því, að gamlir vinir mínir á Siglufirði skilji tilgang minn. Ég rek þessa sögu vegna þess þjóðarmálefnis, sem hér er í húfi. Frá því er mér var sögð sagan um tortímingu gömlu siglfirzku verzlunarbókanna hefur þetta málefni ekki horfið úr huga mér, þó að ekki hafi orðið af því fyrr en nú, að ég kveðji mér hljóðs um það. En ég tel það skyldu mína sem safnamanns að reifa þetta mál opinberlega. Ég veit ekki, hver orðið hafa örlög gamalla verzlunarbóka annars staðar á landinu, nema þeirra, sem geymdar eru í Þjóðskjalasafninu og ég gat um áður, en ég vona, að ennþá sé tími til stefnu að forða a. m. k. nokkurum þeirra frá tortímingu. En því miður munu mistök okkar Siglfirðinga ekki vera einsdæmi um afdrif íslenzkra verzlunarbóka, þótt lítil bót sé það okkur. Mér hefur t. d. sagt Oscar Clausen fræðimaður, að 218
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.