Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inu frá Reykjavík. Þau hittast hjá prófastinum, og Una er steinhissa að sjá, hvernig heiðardrengurinn hefur breytzt, verður næstum því feimin í návist hans. En prófasturinn heldur þrumuræðu á móti vesturferðum íslendinga. Hvað verður úr þessum pilti „í miljónaþvögunni í Ameríku, þar sem hver tapar sjálf- um sér og allir eru útlendíngar fyrir Guði“ (238): Ameríka er búin að tappa nóg blóð af íslensku þjóðinni á öldinni sem leið, þó að þessi öld haldi ekki áfram að sóa íslenskum mannslífum út í þann svartadauða. Það hefur hvílt og mun altaf hvíla bölvun í öllum myndum og öll ill álög yfir vesturförunum íslensku í Amer- íku, því þeir sem bregðast landi sínu og þjóð á erfiðisstundum þess, kalla yfir sig Guðs reiði, og vafra um á yfirborði jarðarinnar útlægir og heimilislausir, bæði þessa heims og annars. 239 Tuttugasti og fjórði kafli (bh. 240—248). — Guðmundur og Una verða samferða upp eftir. Una stríðir drengnum með Evelyn, en hann segir henni ýmislegt úr lífi sínu og reynslu sem heiðardrengur. M. a. segir hann henni frá því, þegar hann var kominn á fremsta hlunn að fremja sjálfsmorð, en hætti því við tilhugsunina um manneskju niðri í dalnum. En hvernig sem stúlkan biður hann, fæst hann ómögulega til að segja, hver sú manneskja hafi verið ... Tuttugasti og fimmti lcafli. (bh. 248—257). — Þau verða ferjuð yfir Jök- ulsá. Það kemur í ljós, að hinn aldraði ferjumaður á marga náfrændur í Ameríku, bræður, systur og systkinabörn. Guðmundur spyr hann, hversvegna hann hafi ekki farið sjálfur: — Ég sneri við á Fjarðarheiði fyrir fimtíu og þremur árum um vorið, þegar mér varð litið um hæl til landsins, en skipið beið niðri á Seyðisfirði, sem átti að flytja mig og alla mína f jölskyldu úr landi. — Ut af hverju snerirðu við? — 0, ekki veit ég nú það, sagði gamli maðurinn. En ætt mín hafði lifað hér á Austur- landi í þúsund ár, bæði hallæri og góðæri, og ég hugsaði með mér, að ég ætti ekki meira hjá Guði í Ameríku. Og það sveik mig heldur ekki að snúa aftur. 254 Ferjumanninum finnst frændur hans í Vesturheimi hafa hlotið ömurlegt hlutskipti, allt fólk hans „orðið sjálfs síns vesalíngar í grúanum í Ameríku, og ekkert orðið að manni“. Þeir frændurnir kváðu vera einna hreyknastir af ein- um þeirra, er hafði efnazt „á að spekúlera í hveiti á kauphöllinni í Winnipeg“; en ferjumaðurinn er lítið hrifinn af þessum frama hans: „ekki kvað hann vera meiri garpur en svo, að máli foreldra sinna hefur hann týnt, og var þó faðir 308
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.