Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 69
THOMAS MANN þar. Lýðfrelsi, mannúð og siðgæði verða að öðlast þar æðsta sess. Sá maður sem hann sér fyrir augum er drottnari andstæðna sinna, hefur í sér samræmi lífs og anda, það samræmi sem nútímamaðurinn, kynslóð skálds- ins og þjóð hans sér til ógæfu hefur glatað. Eða átti maðurinn ekki fvrr- um þetta samræmi meðan hann var heilbrigt náttúrubarn? Atti hann það ekki jafnvel enn á æskuskeiði borgar- ans? Hugur skáldsins heillast æ meira af Goethe, persónu hans er sjálfur leit- ar alhliða þroska og að hugsjón hans um alþroska mann. Þessa mannhug- sjón Goethes sá hann nútíma auðvald hafa brotið í mola, svo að heillyndur maður átti ekki lengur lífvænt í þjóð- félaginu. Þar á ofan sá hann nazism- ann niðurlægja manneðlið, afskræma mynd hans, gera manninn að háðung og skrípamynd sjálfs sín. Hinar af- skræmdu manngerðir fasismans sýnir hann í mörgum útgáfum í Doktor Faustus. Með öfugþróun samtíðarinn- ar fvrir augum verður skáldinu per- sóna og mannhugsjón Goethes stöð- ugt hugfólgnari, hann helgar sig henni sjálfur, skírir mynd hennar og setur hana fram sem fordæmi og kröfu til þjóðar sinnar. Og Thomas Mann heldur lengra í leit sinni. Sam- tíðarreynslan knúði á með nýjar spurningar um allt sem varðar mann- inn og eðli hans. Hver var hann í upp- hafi? Og hver eru þau lögmál sem þróun hans fylgir? Nazistar höfðu viljað útrýma hinni fornu ættþjóð skáldsins, gyðingum, af jörðinni. Það hvetur hann til að rita söguna af Jósef og bræðrum hans, bregða upp mynd hennar að nýju, kanna djúp fortíðar hennar. Þessa goðbornu þjóð, sem átti sér heilaga sögu um að vera út- valin, töldu nazistar sér í hag að of- sækja sem útsendara hins illa. Thom- as Mann vildi gjarnan snúa það vopn úr hendi þeim og beita gegn þeim sjálfum. En hann er þó ekki nema á ytra borði að rita sögu gyðinga. Og hann er ekki á neinum flótta inn í friðhelgi liðinna alda. Hann er að rita upphafssögu mannsins á jörðinni til að kanna betur djúp hans, finna frum- drætti eðlis hans og þau náttúrleg lögmál sem einnig nútímamanninum ber að fylgja til að lifa í samhljóðan við tilgang sinn og innsta eðli. Þar segir frá því þegar maðurinn, sem er að vaxa úr skauti náttúrunnar og ætt- arsamfélagsins, öðlast í upphafi með- vitund um sjálfan sig sem einstakling og gerist innblásinn þeirri hugmynd að hann sé í þjónustu hins æðsta, sem eru upptökin að guðshugmynd hans. Jakob stendur þar á mörkum sem maðurinn er að vakna til hátíðlegra hugmynda um sjálfan sig. í Jósef er einstaklingsvitundin orðin ríkari og flóknari. Hann veit sig frá fæðingu, líkt og Pelle Erobreren í sögu Martins Andersens Nexös um verkamanninn, borinn til einhvers mikils í heiminum og telur sig hlíta æðri leiðsögn. En 259
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.