Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í þúsund ár hafa íslenskir sveitamenn einkum haft það fyrir stafni að fara yfir hálsa og heiðar í snjókomu, og þeir eru enn ekki komnir leingra í þeirri list en svo, að það þykir fá- gæt undantekníng og þrekvirki ef einhver kemst lífs af yfir melbarð í dálitlu fjúki. Það þætti skrítinn Eskimói, sem yrði úti í snjókomu, en á íslandi er það eitt [!] af þessum sjálfsögðu fórnum sem menn færa kindunum. 133 Svo segir læknirinn sögu af vetrarferð sinni yfir Snædalsheiði í „öskrandi hríð“. í fylgd með honum voru tveir menn úr dalnum, „orðlagðar fjallahetj- ur“. Þrátt fyrir reynslu þeirra og forfeðra þeirra af þessum slóðum í þúsund ár, urðu mennirnir gersamlega áttavilltir, og það varð áttaviti læknisins, sem bjargaði þeim frá því að verða úti: „Það bjargaði lífi þeirra að haga sér eftir prjóni sem uppskafníngur úr kaupstað hélt á í hendinni.“ (134) Fjórtándi kafli (bls. 134—152). — Drengurinn kemur út úr búðinni í fylgd læknisins sem „nývígður maður og hégómlegur eins og biskup“ (134). Yernd- ari hans er alltaf að kenna honum mannasiái á sinn dálítið hranalega hátt: — Kantu ekki að gánga uppréttur, maður? sagði hann síðan. Hvað á það að þýða að setja rassinn út í loftið og vagga. Gáktu beinn, höfuðið aftur, brjóstið út, magann inn, stígðu snögt niður, — ákveðin skref, afmörkuð! Ekki að halda höndunum út í loftið eins og krabbi. Gáktu eins og manneskja! 135 Þegar Guðmundur trúir lækninum fyrir því, að hann langi til Ameríku, þá reynir hinn að eyða þessum hugsunum hjá honum, og segir honum að verða í staðinn „upplýstur góðbóndi og siðbæta kaupfélögin“: Þeir verða flestir vitlausir í Ameríku, eins og ég sagði þér. Ég hef þekt fjölda manna frá Ameríku, þeir sem ekki vóru hrjálaðir vóru ræflar, uppgefnir og útþrælkaðir aumíngjar. Ég hef þá skoðun að alt efnað fólk í Ameríku sé brjálað, þ. e. a. s. sá hluti af því sem verðskuldar að kallast fólk. Flestir eru náttúrlega idiótar. 138 Á leiðinni fer læknirinn með drenginn í heimsókn til prófastsins. Yngri dótt- irin opnar fyrir þeim, og hann kynnir Guðmund sem mann frá Ameríku. Þeg- ar móðir stúlkunnar fréttir þetta, fer hún að hafa sig alla til. Það verður úr því dálítið örðugt samtal milli hennar og drengsins, áður en prófastsfrúin kemst að raun um, að það hefur verið leikið á hana. Meðan Guðmundur bíður einn í stofu, fer hann að athuga sjálfan sig fyrir framan stóran spegil. Hann er mjög ánægður með nýju fötin sín, en hvernig í ósköpunum gæti á því staðið að Guð hefði ekki gefið honum andlit af sama tagi og læknisins, — andlit með tryltum, altuppbrennandi augum, kuldalegu brosi, sem þegar minst varði snerist upp í miskunnarlausan. og ópersónulegan hæðnishlátur, — hann kunni 300
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.