Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 91
HEIÐIN Höfundurinn hefur auðsjáanlega haft strangt eftirlit með iðni sinni, meðan hann var að semja handritið. Þannig hefur hann skrifað hjá sér með blýanti á bls. 78: „Slept úr degi, 31. júlí.“ Svipaðar athugasemdir má ennfremur finna á bls. 91, efst: „Slept úr tveim dögum. Hiti“, en sex línum neðar er aftur sam- hljóða yfirlýsing; bls. 119: „Tveim dögum slept vegna hita“; bls. 140: „Einn dagur úr“; bls. 148: „Dagur úr — annar dagur úr“; bls. 151, efst: „Slept ^ mánuði“; bls. 243: „Dagur úr“. Þar sem 22. kafli endar á bls. 229 er enn skrifað „Dagur úr“; þar á eftir hefst 23. kafli á setningunni „Svo var vorið alt í einu komið“ — en henni fylgir ný játning: „2 dagar úr“. A sérstakri línu bls. 177 má lesa setninguna: „Þeir heyrðu eitthvert brölt“, en hún er strikuð út með bleki og bætt við með blýanti: „Eitt dagsverk!!“ Þessar athugasemdir vitna á sinn hátt um reglusemi og einbeitni skáldsins við vinnu sína. Handritið Heiðin er vafalaust eitthvert merkasta skjalið í þróunarsögu Sjálj: stœðs fólks. Það er því full ástæða fyrir bókmenntafræðinga að taka það til rækilegrar meðferðar. En þegar á að gefa í tímaritsgrein sæmilega skýra hug- mynd um efni og efnismeðferð í þessu uppkasti, finnst mér vera um tvo aðal- kosti að velja. Annaðhvort má gefa samfellda heildarlýsingu á sögunni, at- burðarás hennar og persónum, eða gera má grein fyrir hverjum kafla eftir röð- inni. Ég hef kosið hér síðara kostinn, þar sem þessháttar lýsing virðist gefa gleggri hugmynd um byggingu ritsins og koma þeim mönnum að betra haldi, sem ætla e. t. v. að styðjast við þessa greinargerð mína í eigin rannsóknum. Og af því að litlar líkur eru á því, að Heiðin verði nokkurn tíma prentuð í heild, hef ég verið óspar á orðréttar tilvitnanir í handritið; en mörgum mun leika nokkur forvitni á að kynnast stíl höfundarins í þessu fyrsta uppkasti að hinu mikla listaverki Sjálfstœðu fólki. Ég byrja þá á því að endursegja Heiðina án nokkurra athugasemda eða dóma. En þar á eftir fylgir kafli, þar sem reynt er að gera handritinu nokkur skil frá bókmenntafræðilegu sjónarmiði. I Fyrsti kafli (bls. 1—5). — Á heiðabænum Sumarheiði langt frá byggðum lifir bóndi með konu, móður og syni. Feðgarnir heita báðir Guðmundur Guð- mundsson, „vegna skorts á ímyndunarafli“, en kerlingin Odda. Konan heitir fyrst Anna, en það nafn er strikað út og skrifað í staðinn „María eins og í biblíunni“ (2); hinsvegar er hún kölluð Guðlaug á bls. 106. 281
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.