Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 139
Umsagnir um bækur Jðhannes úr Kötlum: Sjödægra Heimskringla 1955. Þessi ljóðabók Jóhannesar vekur óðara forvitni. Ekki þarf nema renna augum yfir síðurnar til að sjá að kvæðaformið er ger- breytt. Ljóðin eru flest stutt, en þess eru reyndar fordæmi hjá skáldinu áður, einkum í Eilífðar smáblóm. Hann sem fyrrum lék sér að bragþrautum, orti háttalykla, brun- aði á stuðlum, höfuðstöfum og rímorðum hefur hér í flestum kvæðum lagt allt glingr- ið á hilluna, og er varla að sjái greina- merkja stað. Þar á ofan hefur hann svipt burtu þrönga stakknum sem var á fyrri kvæðabókum hans, svo að Sjödægra kemur stór í broti, rúmt um hvert kvæði og hvert erindi á síðu, og kvæðunum niðurskipað eftir listarinnar reglum til þess að augað njóti þeirra því betur við lestur. Engum dylst að Jóhannes úr Kötlum er hér í uppreisn gegn eldri ljóðagerð sinni eða þeim skoðunum sem honum hefur þótt hin hefðbundnu form setja sér, og eitthvað innan frá hefur knúið hann til að breyta um yrkisaðferð. í öðru lagi hefur hann séð yngri kynslóð skálda vera komna inn á nýj- ar brautir og hefur auk þess kynnt sér meira en áður erlenda ljóðagerð sem ekki er bundin sömu lögmálum og hin íslenzka að fornu fari. En hvað sem á undan er gengið hefur hann sjálfur ekki verið ánægður með ljóð sín, viljað leita að formi sem gæfi hon- um nýja möguleika til að segja það sem innifyrir býr. Niðurstaðan er að við höfum í hendi Ijóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum mjög ólíka að ytri gerð eldri bókum hans. Manni leikur fyrst forvitni á að vita: hvað ganga þessar formbreytingar langt, hvað rista þær djúpt? Skáldið vantar ekki dirfskuna. Þar sem hann vill svo vera láta fleygir hann skilyrð- islaust fyrir borð öllu sem mest hefur þótt prýða Ijóð á íslenzku, þ. e. bragreglunum gömíu. Hann er jafnvel svo óbilgjam að yrkja ferskeytlu á svofelldan hátt: Rennur gegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar Er hann að storka guðunum? Hér eru stuðl- ar, höfuðstafir og rím horfið. En: eftir standa hendingarnar, sömu bragliðir, sami háttur og hrynjandi. Með öðrum orðum: í þessu kvæði, sem ber nafnið Ferskeytlur, nær formbreytingin ekki nema til yfirborðs- ins, ekki inn að rótum; ljóðinu er ekki ruddur nýr farvegur. Hafa verður auðvitað í huga að kvæðið í þessu formi sé ort í til- raunaskyni eða jafnvel til gamans, svo að það gefur ekki rétta hugmynd um breyting- arnar sem orðið hafa á yrkisaðferðum Jó- hannesar í þessari bók. Ljóðin eru almennt, ef svo mætti að orði komast, meira sjálfum sér ráðandi en áður, frjálsari í háttum. Þau eru skírari mynd af því sem fyrir skáldinu vakir að láta í Ijós hverju sinni. Um leið og 329
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.