Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 12
Tímarit Máls og menningar uppi á fjórðu öld og ætti því strangt tekið fremur að teljast til síðfornaldar en miðalda, enda stendur hann, líkt og samtímamaður hans, Agústínus, föstum fótum í menntaheimi heiðninnar, um leið og hann af miklum eld- móði veitir hinum nýja boðskap brautargengi. I kveðskap hans kemur þessi staða fram í valdi hans yfir fornu skáldskaparmáli og háttum sem hann hef- ur tilhneigingu til að leysa upp og opna í samræmi við sinn andlega boð- skap, án þess þó að hann gangi svo langt að taka upp rím. Utfararsálmurinn frægi, Hymnus ad exequias defuncti, er geysilangur á frummálinu eða 43 erindi sem skiptast í fjórar slagkveðnar eða „anapestískar“ línur hvert, en af þeim þýðir Jón einungis ellefu sem upphefjast við 117. línu sálmsins að hætti Wallins biskups og annarra lúterskra þýðenda. Iam maesta quiesce querela, lacrimas suspendite matres Lát huggast, þú ástvinur hryggur! Nú hætti þinn grátur að streyma! Um þetta og sitthvað fleira um þetta merka skáld hefði þýðandinn svo sem vel mátt fræða lesandann í meðfylgjandi athugasemdum í stað þess að eyða mörgum orðum í hálfgerðar háðsglósur um sálminn sjálfan og sálmasöng almennt, enda má og um þýðinguna segja, að þótt þar sé að sjálfsögðu beitt stuðlum og rími af mikilli íþrótt, glatist þar einmitt það látleysi og tærleiki sem prýða þennan rímlausa sálm. Engu að síður mætti ætla að Jón Helgason hafi haft einhverja þörf fyrir að þýða einmitt kvæði af þessu tagi, þar sem fjallað er um dauða holdsins og upprisu, því svo er og um tvær aðrar þýðingar hans frá miðöldum, þar sem eru eitt erindi úr sálmi eftir Kólumkilla hinn írska, og annað kvæði öllu frægara sem nefnist Grafletur Alkvins eða Epitaphium Alcuini, þar sem skáldið líkt og ávarpar vegfarandann neðan úr gröf sinni og þylur yfir honum sitt máttuga „Siste viator“ undir fornum elegíuhætti af mikilli list, enda var Alkvin einn helsti lærdómsmaður á tímum Karlamagnúsar. Hér er í senn einkar fróðlegt og ánægjulegt að sjá hve hinn forni háttur, hvort sem við viljum nefna hann elegíuhátt, distíkon eða tregalag, fellur vel að stuðl- aðri íslensku í höndum snjalls skálds, sem þó var raunar vitað fyrir, eftir að Jónas Hallgrímsson orti undir þeim ágæta hætti Island farsældafrón. Þýð- ing Jóns er gott dæmi og fyrirmynd þess, hvernig beita má í senn eðlilegu og kjarnmiklu íslensku máli, án þess að nokkuð sé slakað á kröfum um ná- kvæmni: 266
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.