Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 15
Hjá aldintrénu góð dæmi um þetta og það hvort á sinn hátt, þar sem hið fyrra er meira í ætt við frásögn en hið síðara við leikrænt samtal, sem nær áhrifamiklu há- marki í óvæntri afhjúpun, en sameiginlegan eiga þau seiðmagnaðan þunga sem nýtur sín prýðilega í þýðingu Jóns. I svipuðu formi er annað kvæði frá miðöldum, þótt það sé ólíkt að efni, kvæðið um köttinn Pangúr Ban sem er fyrir margra hluta sakir forvitnilegt. Af því má ekki einungis sjá að þeir Baudelaire og T. S. Eliot voru síður en svo fyrstir manna til að yrkja um þá merku skepnu, köttinn, heldur má og sjá í því fyrirmynd að frumkveðnu kvæði Jóns, Á afmæli kattarins, enda þótt kvæðin séu ólík að því leyti að hinn írski höfundur kvæðisins um Pangúr Ban dregur einkum fram hlið- stæðurnar í fari kattar og manns, „enda báðir sama kyns“, en Jón hins veg- ar hið framandlega og viðsjárverða í eðli þessa óargadýrs, þótt samanburð- urinn í lokin verði allur kvikindinu í vil, sem hefur ólíkt næmara lyktar- skyn og sýnu glæsilegri afturenda en mannkindin. En þótt ballaðan sé alþýðleg og ópersónuleg að uppruna, má beita því formi á afar persónulegan hátt, einkum hinni svonefndu frönsku ballöðu sem er sýnu flóknari en áðurnefndar, en það gerir höfuðskáld Frakka í lok miðalda, Fran^ois Villon, og það eru einmitt þýðingar Jóns á kvæðum Vill- ons sem mest ástæða er til að fagna hér að öðru ólöstuðu. Villon er í orðs- ins fyllstu merkingu poéte maudit sem komst oftar en einu sinni undir manna hendur og það engan veginn að ósekju, þar sem hann var bæði sek- ur um þjófnað og manndráp (að vísu í sjálfsvörn) og lagði lag sitt við mis- indismenn og skækjur, þótt hann hafi fengið klerklega menntun í Sorbon- ne. En einmitt þetta villuráf Villons út af hinni beinu braut skikkanlegs líf- ernis hefur trúlega átt stóran þátt í því að skerpa sýn hans og tilfinningu fyrir ýmsum þeim hliðum mannlegs lífs sem önnur skáld, jafnt trúbadúr- arnir á undan honum sem klassísk-rómantísk góðskáld á eftir honum, hafa verið furðu glámskyggn á og jafnvel beinlínis viljað horfa framhjá. Hið svonefnda Testamenti hans er sannkallað documentum humanum og raun- sæislegar lýsingar hans á eigin högum og umhverfi, sem færa lesandann beint inn í hið rysjótta aldarfar er ríkti í Frakklandi á árunum eftir hundrað ára stríðið, hafa orðið mörgum skáldum á síðari og síðustu tímum, sem yrkja í andrómantískum anda, leiðarljós, enda margt sameiginlegt með hans tíma og okkar öld. Kaldhæðnislegt yfirbragð kvæða hans, sem hjúpar dapurlegt næmi fyrir fallvelti og ömurleika mannlífsins, er einmitt einkenni sem hann á sameiginlegt með Jóni Helgasyni, svo það er ekki furða, þótt Jón sé hér í essinu sínu. Þetta á að vísu síst við um eitt þessara kvæða, Kvæðið um konur liðinna alda, enda ekki talað um að það sé þýtt heldur stælt. Sá háttur Jóns að stað- færa kvæðið og setja í stað þeirra nafna, er Villon nefnir, nöfn norrænna 269
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.