Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 17
Hjá aldintrénu ið tilefni til aðfinnslu i magnaðri þýðingu Jóns væri það að sögnin að „gefa til“ í viðkvæðinu, sem er skýrð í athugasemdum Jóns sem „gamalt orð um að fyrirgefa“, hafi tæpast sama kraft og franska orðið „absoudre", sem fel- ur í sér endurlausn undan öllu því syndanna fargi er hvíldi á Villon og þeim kumpánum og ekki var neitt fislétt. Jafnvel enn tilkomumeira og hámark alls þessa er þó þriðja kvæðið, Raunatölur gamallar léttlætiskonu, hjálm- sölukonunnar fögru eða „la belle heaulmiére“ eins og hún er nefnd á frönskunni, og það er næsta ótrúlegt að forgengileika mannlegrar líkams- fegurðar, andstæðunni milli blóma æskunnar og afskræmingu og armæðu ellinnar hafi nokkurs staðar verið lýst á eins sterkan hátt í skáldskap þjóð- anna og í þessu kvæði Villons, sem þýðandinn virðist þó hér eiga alls kost- ar við: Svo tckur vor fríðleikur fljótan endi, æ fjaðurmagn lendanna viknaði skjótt, og deshús mitt! svei því, og hrjúfri hendi og herðum sem slapa með öngvan þrótt, og biluð er mjöðmin, og brjóstin mín þau breyttust og líkjast nú tómum sekkjum, en læranna rýrnun, hún segir til sín, mér sýnast þar grjúpán með dröfnum og flekkjum. C’est d’humaine beauté l’issue! Les bras courts et les mains contraites, Des épaules toute bossue; Mamelles quoi? toutes retraites; Telles les hanches que les tettes; Du sadinet, fi! Quant des cuisses, Cuisses ne sont plus, mais cuissettes Grivelées comme saucisses. Það liggur við að kvæði þau sem Jón þýðir frá nýöld verði allt að því bragðdauf við hliðina á þessum miðaldakvæðum og það þótt þar sé í hópi höfunda margt góðskálda. En á tíma svonefndrar endurfæðingar, á 16. öld, kveður heldur en ekki við annan tón í frönskum skáldskap en hjá Villon á öldinni á undan, því nú hefur hin kjarnmikla og alþýðlega ballaða vikið fyrir stásslegu og fyrirmannlegu sonnettuformi sunnan frá Italíu og tilfinn- ingin fyrir vesöld mannskepnunnar fyrir tilhneigingu til að upphefja hana og vegsama í anda mannhyggju húmanismans. Slík upphafning er einmitt uppistaðan í sonnettu Philippes Desportes um Ikaros sem hér er þýdd. Jón hirðir ekki um að fylgja stíft línulengd og hrynjandi alexandrínans franska, þannig að kvæðið verður öllu gustmeira og hljómfallið þyngra en það getur 271
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.