Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 17
Hjá aldintrénu
ið tilefni til aðfinnslu i magnaðri þýðingu Jóns væri það að sögnin að „gefa
til“ í viðkvæðinu, sem er skýrð í athugasemdum Jóns sem „gamalt orð um
að fyrirgefa“, hafi tæpast sama kraft og franska orðið „absoudre", sem fel-
ur í sér endurlausn undan öllu því syndanna fargi er hvíldi á Villon og þeim
kumpánum og ekki var neitt fislétt. Jafnvel enn tilkomumeira og hámark
alls þessa er þó þriðja kvæðið, Raunatölur gamallar léttlætiskonu, hjálm-
sölukonunnar fögru eða „la belle heaulmiére“ eins og hún er nefnd á
frönskunni, og það er næsta ótrúlegt að forgengileika mannlegrar líkams-
fegurðar, andstæðunni milli blóma æskunnar og afskræmingu og armæðu
ellinnar hafi nokkurs staðar verið lýst á eins sterkan hátt í skáldskap þjóð-
anna og í þessu kvæði Villons, sem þýðandinn virðist þó hér eiga alls kost-
ar við:
Svo tckur vor fríðleikur fljótan endi,
æ fjaðurmagn lendanna viknaði skjótt,
og deshús mitt! svei því, og hrjúfri hendi
og herðum sem slapa með öngvan þrótt,
og biluð er mjöðmin, og brjóstin mín
þau breyttust og líkjast nú tómum sekkjum,
en læranna rýrnun, hún segir til sín,
mér sýnast þar grjúpán með dröfnum og flekkjum.
C’est d’humaine beauté l’issue!
Les bras courts et les mains contraites,
Des épaules toute bossue;
Mamelles quoi? toutes retraites;
Telles les hanches que les tettes;
Du sadinet, fi! Quant des cuisses,
Cuisses ne sont plus, mais cuissettes
Grivelées comme saucisses.
Það liggur við að kvæði þau sem Jón þýðir frá nýöld verði allt að því
bragðdauf við hliðina á þessum miðaldakvæðum og það þótt þar sé í hópi
höfunda margt góðskálda. En á tíma svonefndrar endurfæðingar, á 16. öld,
kveður heldur en ekki við annan tón í frönskum skáldskap en hjá Villon á
öldinni á undan, því nú hefur hin kjarnmikla og alþýðlega ballaða vikið
fyrir stásslegu og fyrirmannlegu sonnettuformi sunnan frá Italíu og tilfinn-
ingin fyrir vesöld mannskepnunnar fyrir tilhneigingu til að upphefja hana
og vegsama í anda mannhyggju húmanismans. Slík upphafning er einmitt
uppistaðan í sonnettu Philippes Desportes um Ikaros sem hér er þýdd. Jón
hirðir ekki um að fylgja stíft línulengd og hrynjandi alexandrínans franska,
þannig að kvæðið verður öllu gustmeira og hljómfallið þyngra en það getur
271