Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 21
Hjá aldintrénu Peire Vidal mjög í ætt við skopkvæði Jóns um þá samtíðarmenn sína sem haldnir voru sömu dul og hégómaskap. Líku máli gegnir um Ellikvæðið sænska eftir ónefndan höfund, þótt það hins vegar minni fremur á „hina hliðina" á Jóni og þar kveði við sterklega sami dapurlegi bölsýnistónninn og í mörgum kvæðum hans frumkveðnum. Og ekki er að spvrja að því að það verður allt að því yfirþyrmandi lesning en ekki að sama skapi upp- byggileg eða uppörvandi. Það leynir sér hins vegar ekki að rödd Jóns verð- ur fremur hjáróma, þegar hann tekur til við að þýða kvæði af uppbyggi- legri toga og trúarlegum, þótt hann hafi samt greinilega tilhneigingu til slíks, eins og áður hefur verið minnst á. Þetta kemur skýrt fram í þýðingu hans á sálminum Leiður á heimi, lystur til himins (Ked af verden, kær ad himlen) eftir fremsta sálmaskáld Dana, Thomas Kingo. Raunar ætti við- kvæði Kingos „forfængelighed, forfængelighed" að falla vel í kramið hjá lærisveini Predikarans, en þýðingin á þessu viðkvæði verður strax heldur óbein, samsett og bókmálsleg: „tómt hégómatál, tómt hégómatál“, og sálmurinn í heild öðlast ekki þann kraft í þýðingunni sem sterk trúartil- finning Kingos fyllir hann á frummálinu, enda þess vart að vænta, þegar þýðandinn gerir óspart gys að efni sálmsins í athugasemdum sínum. Það má auðvitað til sanns vegar færa að sálmurinn er „framhlaðinn“, þótt nær væri samt að segja að hann sé afturhlaðinn, enda gera sumir útgefendur sér lítið fyrir og stytta þann hluta þar sem lýst er sæluvistinni við „Abrahams skaut“, og er það til bóta, því skáldum er auðvitað miklu meiri vandi á höndum, er þau eiga að lýsa sælu og dýrð himnanna en þegar þau lýsa eymd og vesöld þess jarðlífs er þau hafa fyrir augum sér. Kingo er vita- skuld barokkskáld og langorður eftir því, en ekki þar fyrir neitt þvogluleg- ur eða bitlaus. Satt að segja er hin umbúðalausa danska hans oft mun að- gengilegri íslenskum eyrum en hin langsótta íslenska: Ak, kodelig lyst, som mangen med dodelig læber har kyst, dit fængende tonder, din flyvende gnist har mangen i evige luer henhvist, din skil synes honning, men drikken er led forfængelighed, forfængelighed. O munaðar fýsn, hve mörgum varð kyssing þín dauðvænleg býsn! á eilífan bálköst var ótöldum fleygt ef í þeirra hnjóski fékk sía þín kveikt, þitt hratkerald ginnir sem hunangsfyllt skál, tómt hégómatál, tómt hégómatál. 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.