Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 32
Tímarit Máls og menningar pers. ft., mál hans er sniðið að orðfæri fornra sagna og hann hefur prólógus að sögunni líkt og t.d. Snorri. I formálanum kveðst hann vilja segja frá þeim fóstbræðrum Þormóði Bessasyni og Þorgeiri Hávarssyni og telur þær ástæður helstar að enn hafi ekki verið færðar í letur margar fróðlegar sagnir af þeim. Hann tíundar og ýmsar heimildir sínar, þ. á m. Fóstbræðrasögu hina meiri og fer þá að sið miðaldamanna er þeir vildu auka trúverðugleika frásagna sinna. Aldrei talar sögumaður eins og sagan sé skáldsaga á nútíma- vísu, heldur notar orðalag þeirra sem þekktu ekki höfundarhugtakið, segist vilja „rifja“ frásögur „upp“, færa þær á „einn stað“ og annað þvíumlíkt.8' Þetta miðaldayfirbragð helst allt til loka sögunnar og leggur sitt af mörkum til að hún verði paródía eða skopstæling. Onnur veigamikil atriði sem minna á frásögutækni fyrri alda og ótalin eru, eru forspáin — en lesendum er gjarna sagt fyrir um hver örlög per- sónanna muni verða - og tvenns konar staða sögumanns í frásögninni. Annars vegar segir hann frá samkvæmt þeim almenna sið Islendinga sagna að láta söguefnið skýra sig að mestu sjálft. Þá fer lítið fyrir honum, hann lýsir persónum og atburðum einkum utanfrá og skírskotar til almannaróms eða innlendra og erlendra bóka er hann gefur upplýsingar. Hins vegar er hann harla fyrirferðarmikil persóna í sögunni. Hann tengir ekki aðeins saman ýmsa hluta frásagnarinnar og brúar tímaeyður, heldur setur hann gjarna fram skýringar á aðstæðum og ástandi á sögutíma, skýtur að athuga- semdum er varpa ljósi á persónur, tengir sögu- og frásagnartíma og heldur jafnvel langar tölur. Að þessu leyti minnir hann töluvert á þá sem segja frá í riddarasögum en þó fyrst og fremst á fyrirrennara sinn, þann atkvæðamikla mann - ef þeir voru þá ekki fleiri en einn - er segir frá í Fóstbræðrasögu Flateyjarbókar. Því hefur verið haldið fram að Fóstbrxbrasaga skopstæli Islendinga sög- ur. Sé það rétt, vitnar ekki aðeins stíllinn í Gerplu og sitthvað í afstöðu sögumanns til frásagnarefnisins um tengslin við forna tækni, heldur einnig sjálf skopstælingin að hluta til, þ.e.a.s. að því leyti sem skopið beinist að fornum sögum og hugmyndum þeirra. En Gerpla er ekki samin fyrir lesendur á miðöldum! Enda þótt sagan sæki efni sitt að nokkru til fornsagnanna og stæli þær, skopstælir hún þó fyrst og fremst hugmyndir 20. aldar manna; annars vegar ákveðnar hug- myndir þeirra um fornsögurnar og þjóðveldisöldina, hins vegar ýmsar hug- myndir þeirra um sjálfa sig og eigið samfélag. Fornsagnaeinkennin í frá- sögutækni sögunnar sýna líka ekki hvað síst að höfundur hennar kann að færa sér í nyt að íslenskar miðaldasögur eru mjög myndrænar og eiga því töluvert sameiginlegt með kvikmyndinni, öflugasta listformi 20. aldar. Að ákveðnu marki notar Gerp/whöfundur svipaða eða sömu tækni og höf- 286
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.