Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 43
Um beinfœtta menn ur að yrkisefni fyrsta kvenna, af henni dregur hann kenningarnafn sitt og henni er hann órjúfanlega bundinn allt frá því að hún setur hann ungan svein í rekkju sína og bjargar honum þá reyndar frá hjallinum þar sem Ver- mundur hýsti „snauða menn, illmenni og hunda“.32) I sögunni eru einkenni Kolbrúnar víða af heimi þjóðtrúar; hún mælir t.d. þau áhrínsorð er ekki verður hnekkt, birtist þrisvar á rekkjustokki Þormóðar með ósk eða þraut og á sér ekki annað vopna en tungu og vitsmuni ef frá er skilið saxið, sem Loðinn geymir. Þórdís í Ogri er dóttir auðugrar ekkju og réttborinn erfingi einhvers blómlegasta bús á Vestfjörðum. Hún er í sögunni af heimi hetjusagna og kappakvæða enda barn þeirrar stéttar sem hetjuhugsjónin þjónar. Því svífur hún um í „svanaham“ með „hjálm fagran“ og „spjót. . .gullrekið“ og verð- ur ekki verr svikin en er skáldið gerir alþýðuna að yrkisefni sínu.33) I sýn/draumi Þormóðar er Þórdís hin bjarta, sú sem færir honum auð og barnalán, dætur tvær fagrar og bestu staðfestu við Djúp. Kolbrún er þar hins vegar „hin dökkva er byggir undirdjúpin" og getur við honum „þær dætur helju næstar, er heita nótt, þögn og auðn“.34) Engu að síður er fátt sagt þó að Kolbrún sé nefnd dökka konan í lífi Þormóðar og Þórdís hin ljósa. Feiknin, þjáningin og dauðinn tengjast Kolbrúnu ekki síst af því að þau eru einatt hlutskipti alþýðu; á líkan hátt eru gróskan, blóminn og sæl- an sem Þórdísi fylgja, förunautar eigna hennar og auðæfa. Að auki er allt eins víst að áður en yfir lýkur stafi mestri birtu af konunni dökku, meðan hin ljósa byggi það myrkur er dýpst verður. Slíkar eru móthverfur Gerplu. Það er ást Kolbrúnar á Þormóði sem verður til þess snemma í sögunni að hann hafnar í fangi Þórdísar. Sviðinsstaðavígin, ástarjátning alþýðunnar til skáldsins - og þá raunar um leið einkauppreisn Kolbrúnar gegn Vermundi - valda því að Vatnsfjarðargoðinn sendir Kolbrúnu í útlegð til Grænlands en pússar Þormóð fóstra hennar upp í stórbónda. Gifta Þormóðar í Ogri er þar með keypt, með auði Vermundar, sem fyrirlítur hann, og þjáningum Kolbrúnar sem ann honum um aðra menn fram. I Ögri býr Þórdís Þormóði ógæfu í gæfu. Hún veitir honum alla þá far- sæld sem einum manni getur hlotnast í skjóli tryggra auðæfa. En um leið drepur hún í dróma skáldið í honum, skáldið sem var bundið alþýðunni og dreymdi um að þjóna konungum. Þjáningar Þormóðar í Ögri eru dregnar fram á ýmsan veg. Sögumaður segir t.d. með sínu napra háði að hann hafi elskað Þórdísi „umfram alla eign“.35) Einnig er dregin nöturleg hliðstæða, og þá líka andstæða, með kotungnum sem pússaður er til stórbónda og fá- tæklingnum Þorgeiri í vinnumennsku hjá Reykjahólakaupmanni. Skáldið í Þormóði vaknar ekki aftur fyrren höfuð Þorgeirs birtist í Ögri og fóstbróðurhefndir og konungsþjónusta taka að seiða hann til sín. Við- 297
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.