Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 50
Tímarit Máls og menningar En svona einfalt getur ekkert samband verið og það lærir Þorgeir Háv- arsson. Hugtakið „ást“ er ekki til í orðabók hans. Að hans mati er sá karl- maður „lægst lagður er að konum hokrar“ (73). I Gerplu er hann látinn hatast við kvensemi Þormóðs og úr lýsingunni á viðbrögðum hans við kynlífi Þormóðs má ekki aðeins lesa djúpstæðan hugmyndalegan ágreining heldur og öll mynstur afbrýðisseminnar. Hann ávítar Þormóð fyrir daðrið við Þórdísi, sækir hann í fang hennar, reynir að hleypa upp veislu Kol- brúnar þegar hann sér hvert stefnir með þau Þormóð og sækir hann svo síðar í fang hennar líka. Þormóður skilur aðskilnaðarótta og afbrýðissemi Þorgeirs eins og kemur m.a. fram í þessum orðaskiptum: Nú er þar komið, mælti Þormóður, að eg ann minnur en áður þeim kon- um er fljúga í lofti. Þess mun þig mest iðra, mælti Þorgeir Hávarsson; og er sá maður lægst lagður er að konum hokrar. Þá leit Þormóður kolbrúnarskáld á vin sinn Þorgeir Hávarsson og brosti: eigi þarftu að spá mér hrakspám, fyrir því, mælti hann, að þitt höfuð mun eg lofa sem vert er þá er nær dregur lokum. (73) En í nærveru Þormóðs felst ekki minni ótti en í fjarveru hans. Þorgeir vill ekki tengjast honum, óttast það, getur það ekki, enda væri það andstætt skilningi hans á því hvað fóstbræðralagið er. Það er freistandi að bera saman fóstbræðralag norrænna miðalda og bræðralagið í forn-gríska borgarasamfélaginu eins og því er lýst af grísku siðferðisheimspekingunum. Þeir hugsuðu ekki í andstæðunum: karl-kona, af því að siðferði samfélagsins var mál frjálsra karlmanna, ekki kvenna eða þræla. Yfirskipaðar andstæður voru: gerandi-þolandi. Gerandinn hafði ekki aðeins hið þjóðfélagslega vald heldur og vald yfir sjálfum sér, líkama sínum. Það hafði þolandinn ekki, hann var sá sem eitthvað var gert við.3 I Fóstbruebrasögu og Gerplu er sagt frá því að Þorgeir Hávarsson hrapar í björgum við hvanntekju, hangir á einni hvönn en æpir þó ekki á hjálp. Þor- móður kallar og spyr fóstbróður sinn hvort hann hafi ekki tekið nógar hvannir. Þorgeir svarar: „Eg ætla að eg hafi þá nógar, að þessi er uppi er eg held um.“ (157). Þormóður bjargar lífi hans og í Gerplu er Þorgeir aldrei látinn fyrirgefa honum lífgjöfina. Lýsingin á þessu atriði í Gerplu er mjög fyndin en kjarni hennar er graf- alvarlegur. Lífshættan og lífgjöfin setja Þorgeir í hlutverk þolandans, kven- hlutverk, í sambandi þeirra Þormóðs og hann verður ekki samur eftir þá vanvirðu. Þeir fóstbræðurnir eru ekki lengur jafningjar. Tvískinnungur hans gagnvart Þormóði, væntumþykjan, óbeitin, djúpstæður ótti hans við aðskilnaðinn - allt speglast þetta í hryllilegasta morði bókarinnar. 304
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.