Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 58
Tímarit Mdls og menningar - en hann viðurkennir hann ekki. Þegar við erum fyrst kynnt fyrir per- sónunni á víkingatímabilinu er margt líkt með honum og Þorgeiri Hávars- syni. En Olafur er ekki þögull og lokaður eins og Þorgeir, hann hefur mál- ið á valdi sínu og er stoltur af því hve vel máli farinn hann er. Hins vegar gerir fossandi ræðusnilld persónunnar lítið annað en lýsa óljósri sjálfsmynd hennar, fátæklegri hugsun og hugtakaruglingi. Þetta kemur einkum fram í ræðum hans um trúarbrögð. Ólafur skilur hvorki hugmyndina um himin né helvíti. Hann skilur hins vegar að kristnir menn þola pyntingar hans betur en heiðnir, að þeir búa yfir styrk eða samkvæmni eða sátt, sem höfð- ar til hans og vekur áhuga hans. Staða Ólafs í her Þorkels Strútharaldssonar er eins vonlaus og verið get- ur. Með réttu eða röngu telur hann sig konungborinn, en faðir hans, kon- ungurinn, er ekki til. I Gerplu er sagt að faðir Ólafs, Haraldur hinn grenski, hafi sagst vera niðji Haralds hárfagra eins og flestir þeir „hleypi- menn“ sem kölluðu til ríkis í Noregi. Haraldur er brenndur inni á kvenna- fari, þegar Ólafur er barn. Faðirinn er þannig fjarverandi fyrir Ólafi og föðurætt hans er sömuleiðis óljós. Stöðu Ólafs í víkingahernum má lýsa með því að hún sé „hvorki -né“ - hann er landlaus, félaus, föðurlaus. Hinir óljósu draumar hans um að vinna Noreg virðast til að byrja með eins konar þrá eftir að finna föður sinn á táknrænan hátt, taka sér stöðu í konungaröðinni, fá viðurkenningu annarra sem konungssonur og konungur. Knúinn áfram af þessari þrá leitar hann til Knúts Sveinssonar Danakonungs og reynir að gera bandalag við hann. Knútur, sem er jafnaldri Ólafs, hæðir hann og setur ofan í við hann eins og pörupilt. Það er engin tilviljun að hann vísar tvisvar til föður síns, Sveins tjúguskeggs, máttar hans og dýrðar, í þeim fáu setningum sem hann segir við Ólaf, fullur af fyrirlitningu. Auðmýking Ólafs er alger; gróteskum klæðaburði hans hefur verið lýst, ódauninum sem leggur af honum og fá- kunnáttu hans í mannasiðum. Hann reynir að vera virðulegur og æðrulaus í orðum en roðnar og fölnar og „piprar allmjög“ um leið og hann segist ekki skjálfa fyrir nokkrum manni. Hann hefur gengið of langt, en skilur það ekki fyrr en eftir á. Ólafur stendur einn á skipsfjöl í nóttinni þegar Grímkell biskup tekur sér stöðu við hlið hans, upplátandi sínu andliti til himins og segir honum hverjar séu afleiðingar gjörða hans, hvað hann eigi að gera næst og hvert skuli markmið hans. Hefndarminnið gægist oft upp í ræðum Grímkels og tengist metnaði hans prýðilega; með því að drepa þá Norðmenn sem ekki vilja skírast, nær hann hámarksárangri í kristniboðinu og vonast til að ná með því sáttum aftur við sinn eigin föður, páfann. Halldór Laxness lætur persónuna Grímkel þannig standa að baki Ólafs 312
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.