Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 59
Aldrei gerði Kristur sdlu Þórelfi, vorri móður . . . allt Noregstímabilið. Grímkell notar Olaf lifandi en þó mun betur dauðan - sáttin sem hann kaupir hjá páfanum í Róm, fyrir fé Ólafs, felst í því að takist honum að gera dýrling úr konunginum muni kirkjan taka þá báða að hjarta sér. Löngu síðar er Sighvatur skáld Þórðarson látinn segja að heiðið upplag Ólafs Haraldssonar og síðar trúskipti hans hafi orðið til þess að: . . . hann kunni í aungum vanda utan tvö úrræði, var annað skírn en hitt morð. Og af sökum barnslegrar fákænsku sinnar varð hann jafnan að hafa aðra menn sér við hönd, að segja sér hvenær skyldi skíra en hvenær höggva. En þó hyggju vér að Olafur konúngur hefði þá rétt gert, ef hann hefði í nokkru efni af sjálfum sér kunnað skil góðs og íls. Og af hans bemskri fram- ferð í öllum greinum kom það til að eg vorkynda Ólafi Haraldssyni meira en flestum mönnum og unna honum betur. (414) En hvorki Grímkell né Sighvatur stjórna Ólafi. Persóna hans lýtur sínum eigin lögmálum. Tilvitnunin sýnir hins vegar að Sighvatur töfrast af ein- hverju í fari Ólafs, en að því munum við koma síðar. Tvisvar er Ólafi lýst í hlutverki pyntingameistarans; báðar lýsingarnar byggja upp megnan óhug hjá lesanda. Engri þjáningu er lýst fremur en venja er til í frásögn Islendingasagnanna. Sagt er frá því hvernig pynting- arnar eru skipulagðar, hverjir eru pyntaðir og hvernig - tónninn er hlut- laus, óræður; sjónarhornið liggur hjá sögumanni í fyrra sinn (í Kantara- borg) en hjá liðsmönnum Ólafs og heimamönnum á Hringisakri í seinna skiptið. Framarlega í báðum atriðunum, á undan pyntingunum, er lýsing á Ólafi digra - böðlinum með smáu hendurnar. Það er eitthvað herfilegt við úrdrátt sagnastílsins annars vegar og þess sem sagt er frá hins vegar þ.e. hvernig „geldingurinn“ Ólafur digri limlestir aðra karlmenn, umbreytir þeim svo að þeir samsvari sálarástandi hans. Sad- istinn brýtur annan einstakling til undirgefni og staðfestir þar með rétt sjálfs sín til valdsins, speglar sig í ósigri fórnarlambsins. En staðfestingin, viðurkenningin, sem sadistinn fær á þennan hátt hlýtur alltaf að vera fölsk.9 Það eru ekki sjáanlegar breytingar eða þróun á persónu Ólafs í stuttara- legri lýsingu Gerplu á valdatímabili hans. I Noregi er Ólafur konungurinn, landsfaðirinn, og hann verður sjálfur faðir. En þessi hlutverk eru aðeins hlutverk, þau eru tóm, innihaldslaus á meðan Ólafur hefur ekki vald sitt frá neinum. Hann er frosinn í stöðu sonarins sem þekkir ekki föður sinn. Hann tengist engum af því að hann er ekkert annað en sú falska viðurkenn- ing sem hann knýr fram á einn eða annan hátt. I Kænugarði byrjar persóna Ólafs að þróast frá þeim mynstrum sem við höfum farið yfir. Mál Kænugarðsbúa er girska - rússneska; enginn skilur 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.