Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 62
Tímarit Máls og menningar
síður - um sefjunina, „töfrana“, hinn ómeðvitaða boðskap. Hinn duldi
boðskapur fylgir mynstrum geðveikinnar, og býður áheyrandanum inn í
lokkandi og hættulegt afturhvarf til hinna bernsku forma tilfinninganna,
svo sem eyðileggingarþarfar, blindrar reiði og sadisma - sem eru formgerð-
ir í sálarlífinu á tímabilinu fyrir Odipusstigið. Allt j)etta höfðar til djúpra
laga í persónuleika hvers og eins. Og áheyrendur Olafs Haraldssonar láta
ræðu hans tala til sálardjúpa sinna, taka boðskap hans gildan í persónuleg-
um samhljómi sem þeir hafa ef til vill ekki vitað að væri til. Þeir eru reiðu-
búnir að eyða heiminum.
Hið tragíska við persónu Olafs er að á meðan hann flytur þessa ræðu
veit hann að hún er geðveik:
Og á þessari hinstri nóttu vorrar frásögu . . . þá verður konúnginum eigi
svefnsamt. Það hyggja menn að örendi það er hann skaut á um kvöldið kætti
minnur skap sjálfs hans en þess liðs er honum fylgdi;. . . (490)
Trúnaðurinp sem Olafur náði að byggja upp við Krist sinn í Kænugarði
stendur nú á milli hans sjálfs - og þess manns sem talaði fyrir iiði sínu um
kvöldið. Sá fyrri var í þann veginn að taka sér stöðu sonarins í auðmýkt, sá
síðari eyðir bæði syninum og föðurnum með því að taka sér hið æðsta vald,
gera sjálfan sig að guði. Og þegar Olafur lítur upp á hörginn að baki kon-
ungstjaldinu, sér hann ekki aðeins Krist sinn heldur líka þá guði sem menn
hans trúa á: Jómala og Þór - þeir sitja þrír samsíða, enginn öðrum hærri -
þrír feður og jafngildir engum fyrir Olafi Haraldssyni. Faðirinn er horfinn
honum og eyðan verður ekki fyllt af nálægð af því að nafn föðurins er að-
skilnaðurinn, fjarlægðin, tómið. Þetta verður augnablik sannleikans fyrir
konunginum:
Konúngur legst á grúfu niðrá jörðina og er honum þúngt. Og um síðir lyftir
hann upp augum sínum til hörgsins og tekur svo til máls:
Haugbyggjar, segir hann, hversu sem þér heitið! Haldið nú í hönd
brennumanni þessum frægðarlausum, firðum kappafulltíngi og klerkaþjón-
ustu, án kvenna ástum og hróðri skálda, vinarlausum og aleinum manni: mér
er nafn yðvart eingisvert en huggun yðar alt. (492)
Loksins skilur Olafur Haraldsson að það er aðskilnaðurinn sem gerir hann
að manni og er tilvistarlegt hlutskipti hans og um leið viðurkennir hann
hinn endanlega aðskilnað. I angist sinni þrýstir hann sér að jörðinni, móð-
urinni sem hann vildi brenna. Hann hefur kallað dauðann yfir sig á flótta
sínum undan honum.
316