Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 66
Tímarit Máls og menningar 8. Eg lýsi Odipusarflækju sálgreiningarinnar í þessum fleyguðu samtengingum til að undirstrika að samkvæmt Freud er sálarlíf mannsins fleygað, aðgreiningin í kyn- in tvö er síðasti hnúturinn sem hertur er að mótun barnsins í samfélagsveru. Samkvæmt Lacan er málið „Hinn“, eða þriðji „aðilinn", það sem gerir tilurð sjálfsins mögulega. Málið býr manninn til en ekki öfugt. Það er ekki „ég“ en það gerir „mig“ mögulega - verður mín tjáning, mín vitund (ekki dulvitund, hún hefur sitt eigið, annars konar ,,mál“). Málið gerir samskipti möguleg en orðin eru ekki mín, heldur rödd „hins“ í „mér“. Málið er táknkerfi sem er til áður en barnið verður til, málið er flókið kerfi að- greininga en hið yfirskipaða tákn, tákn föðurins, er fallosinn. Fallosinn er tákn dul- vitundarinnar fyrir hið heildstæða, hið heilsteypta, andstæða hins margræða, splundraða og óræða. Fallosinn er jafnframt tákn aðskilnaðarins, missisins, þess sem við getum haft - eða ekki haft - en aldrei runnið saman við. Að gangast undir lögmál föðurins er að ganga málinu og siðmenningunni á hönd, viðurkenna að- skilnaðinn, vöntunina sem tilvistarlegt hlutskipti sitt. Venjulegt fólk gengur að hinu firrta eðli málsins, en þeir „afbrigðilegu" gera það ekki til fulls. 9. Sálgreiningin (Lacan, Kristeva) setur upp eftirfarandi líkan (einfaldað): þegar barnið uppgötvar að móðirin getur ekki fullnægt bæði þörf þess og þrá, uppgötvar það jafnframt að hún er ekki almáttug, hana skortir eitthvað. Hvað? Ekki „mig“ eins og „ég“ er. Það sem móðirin kann að þrá er fallos og barnið vildi breytast í hann svo að það yrði það/sá sem móðirin þráir. Hugmyndin um „fyrirmyndarsjálf" er undanfari og undirbúningur undir tilurð yfirsjálfs (á Ödipusarstiginu). Þegar barnið gefur þessa hugmynd uppá bátinn, er það tilbúið til að taka við „hinurn", málinu. Það viðurkennir að ekki er hægt að „vera fallos“, aðskilnaðurinn er veru- leikinn, draumurinn um samruna heyrir þránni til. Samkvæmt Lacan flýr hinn geðveiki aðskilnaðinn, geldinguna, með því að sam- sama sig fallosinum, taka sér stöðu hins almáttuga. Hinn afbrigðilegi forðast geld- inguna með því að taka sér stöðu sem viðfang hvatanna (móðurinnar/föðurins), sá sem hvatirnar beinast að, ekki sá sem hefur þær. Hinn „afbrigðilegi" ímyndar sér að hann gæti verið tækið til þess að svala fýsnum „hins“. Heitasta ósk sadistans er að viðfang hans vilji kvölina, vilji vera undirgefið - og valdabarátta vilja gegn vilja breytist í sátt, einn vilja. A þann hátt fengi sadistinn viðurkenningu á hinum klofnu hvötum sínum, viðurkenningu sem hann þráir en getur aldrei fengið. Vegna þess að á meðan viðfangið lifir, er vilji þess alltaf ótrygg- ur og getur hvenær sem er ógnað sjálfsskilningi kvalarans. Endanlegur sigur fæst aðeins með því að eyða vilja/lífi viðfangsins - og það er jafnframt hinn endanlegi ósigur sadistans. Texti persónunnar Ólafs Haraldssonar er oft látinn renna á milli þessara tveggja mynstra. 10. Sjá Harald Matthíasson: Setningaform og stíll, bls. 91. Rvk. 1939. 11. Fyrirlesturinn sem þessi grein byggir á var upphaflega fluttur á Laxnessþingi í 320
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.