Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar
umhverfi, sundurliðað, flokkað: það sem um okkur hverfist og er séð frá
okkar sjónarhorni; heimurinn sé ver-öld, hugtakið „maður“ tvítekið, rými
sem menn hafi náð á vald sitt með því að ummynda það í táknræn and-
stæðukerfi er virðist vísindaleg en séu þó á ímyndun byggð, hlutdrægri
sjón, sjálfsmiklun. Með andstæðukerfi er átt við kerfi andheita eins og hátt/
lágt, nánd/fjarlægð, ytra/innra, gott/vont; kerfi sem þjóna hagsmunum
manna og gera heiminn að mennsku erindi, röklegu og óröklegu eftir at-
vikum, ljósu eða óljósu.
Með bókmenntum nútímans hefur með ýmsu móti verið reynt að kom-
ast undan þessu kerfi. Markmiðin hafa verið af ýmsu tagi: að rífa niður
mannhverfa hugsun og ryðja nýjum þekkingarhætti braut eða þá að gæða
hana nýju inntaki. I báðum tilvikum hafa rithöfundar leitast við að svipta
linsunni frá sjónum sínum og lesenda, tjá í orðum hreina hugveru og/eða
tæran hlutveruleika. I þeim tilgangi hafa þeir notað tvo merkingarhætti til
meiri hlítar en áður hefur gerst: nafnskipti (metónýmíu) og myndhvörf
(metafóru); þanið annan út á kostnað hins eða báða í senn og reynt með
því móti að sprengja af sér fjötra þess þekkingarháttar sem mótað hefur sýn
okkar og hugsun. I greininni verður fjallað um þessa viðleitni og þverstæð-
ur hennar, leidd að því rök að flóttinn undan táknkerfinu hafi skapað tvær
öndverðar hneigðir í nútíma sagnagerð, hneigðir sem einatt séu samofnar
innan einstakra verka og myndi þá þriðju5:
nafnskiþtahneieð
skáldsaga nútímans
...........I
z
mvndhvæ’fahneieð
naf naskipta/my ndhvarf ahneigð
igð<---1
Öngþveiti og listrænt form
Orðræða skáldsögunnar hefur breyst, listbrögð skipt um stöðu og nýir
merkingarvaldar komið til sögu. Samuel Beckett sagði eitt sinn að hlutverk
listamanns nú á dögum væri að skapa form sem hýst gæti ringulreiðina:
„Ongþveitið er alls staðar í kringum okkur og eini möguleikinn að hleypa
því inn“6. Orð hans eru byggð á vissu um að rökfesti hefðbundinnar skáld-
sögu kæfi reynslu okkar í fæðingu: óröklega, öfgaslegna, þverstæðu-
kennda. Fjölmargir höfundar hafa leitast við að laga formsköpun sína að
slíkri upplifun í stað þess að liða í sundur og rökfesta það sem í raun er
340