Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 89
Myndir á Sandi menningarlega í náttúru, því tilviljunarkennda í nauðsyn. Hlutverk slíkra samsamana hefur yfirleitt verið að réttlæta ákveðið valdakerfi, gera hags- muni þess að lögmáli, algildri reglu. En þau hafa einnig verið uppreisnar- tæki og orðið kúguðum hópum eða menningarkimum tilefni til samsemd- ar, vakið með þeim samkennd. Slík var raunin hér á landi er raunsæisleg sagnagerð kom fram um og eft- ir 1880. Með henni var valdið sem bjó í opinberri orðræðu og verið hafði óhugsað, næsta ómeðvitað, dregið í efa, gildi hennar og viðmið vefengd. Uppreisnin kom fram í ýmsum kollsteypum innan hefðbundinna tákn- kerfa. Menn höfnuðu í sjálfu sér ekki viðtekinni merkingarmyndun heldur snéru gildum hennar á haus, táknmyndir skiptu um táknmið: +/- varð að -/+. Ný félagsleg myndhvörf voru sköpuð og þau einkenndu metnaðar- fulla sagnagerð að miklu leyti fram á nýja öld: skáldskap raunsæis er fól í sér grundvallarlegt óraunsæi. Samtímis hófst þróun er stefndi í aðra átt. Stigveldi áðurnefndra sviða tók að riðlast. Séu sögur Gests Pálssonar, Tilhugalíf og Vordraumur, born- ar saman kemur mikilvægur munur í ljós. I Tilhugalífi rofnar hin rök- bundna frásögn undir lokin þegar lýst er dauða söguhetjunnar; þá um- myndast textinn í skáldlega mynd af miskunnarleysi lífsins og náttúrunnar. I Vordraumi er slík myndfærsla samslungin frásögninni allri. Náttúran er aflvaki fjölda mynda sem umlykja og tákngera hina sögulegu framvindu án afláts. Persónurnar eru líkt og í Tilhugalífi ímyndir ópersónulegra afla en andstæðukerfi þeirra er undirgefið myndmálinu, samspili þess og lýsingar mannlífs. Myndmálið er með öðrum orðum ekki einangraður textaþáttur, málskrúð eða til áhersluauka, heldur forsenda merkingar og hluti af form- gerð. Samband sagnanna lýsir þannig hreyfingu til hins myndræna; frásagn- arsviðið er að þoka úr forsæti, breyting að verða á fyrrnefndu stigveldi. Dæmið sýnir feril Gests Pálssonar sem rithöfundar og um leið almenna þróun frá sögulegri formgerð til myndhverfðrar formgerðar. I skáldsögum og smásögum síðari tíma þjónar frásögnin oft á tíðum táknrænum mynd- um eða þá hugmyndalegum andstæðum, átökum og samspili merkingar- kerfa. Oft er hún rofin, sveigð af leið eða leyst upp í innantóm orð, höfð til málamynda, rökhyggja hennar brotin niður á meðvitaðan hátt. I slíkum verkum falla myndsvið og þemasvið iðulega saman. Hefðbundnir textar byggjast á tímaréttri frásögn er oft nær hámarki í ákveðnum atburði, hvörfum, afhjúpun. I nútímatextum er algengt að fléttugerð sé í lágmarki. Þess í stað eru þeir ofnir saman líkt og ljóð úr innri hliðstæðum og andstæðum. Persónurnar hreyfast þá umhverfis þematíska þungamiðju og myndhverfast án afláts í stílnum, sundurleitar og án fastrar merkingar. Af þeim sökum er formgerðin miðleitin eða sjálfhverf. Við- 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.