Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 97
Myndir á Sandi Merleau Ponty, náttúran er ekki rúmfræðileg í sjálfri sér19. Staðhæfi ég að stóll standi d gólfi nota ég orð sem hæfir sambandi líkama míns og ytri veruleika. Hef þá tekið mér stöðu í huganum í stólnum og gert honum upp skynjunarhátt sjálfs mín. Sé orðið „á“ svipt þessu mannfræðilega gildi mætti alveg eins nota orðin „undir“ eða „við hliðina á“. Lýsingin getur aldrei verið hlutlaus. Hún er jafnan háð því hvernig við sjáum. Hið ytra og hið innra hafa í gegnum tíðina verið skýrt aðgreind hugtök, mörk þeirra skýr og afdráttarlaus. Nú orðið gera menn sér grein fyrir að hið ytra ræðst af því sem við ákveðum á samri stundu eða af gömlum vana, að manneskjan lifir í veruleika sem hún sjálf hefur skipulagt með andstæðukerfi tungumáls síns, kerfi sem byggist á ímynduðum venslum, mannhverfu sjónarhorni. Að heimurinn sé eins og við sjáum hann og sam- band hins ytra og innra óljóst, afstætt, óvisst. Ennfremur kvikan: við upp- lifum fyrirbæri í einskonar leiftri þar sem litir og form afhjúpast á andar- taki. I texta verður slík skynjun að syrpu mynda eða myndbrota, byggð upp í tíma og rúmi, umbreytt í röð frásagnaraugnablika. Afleiðingin er augljós. Lýsingatækni sem einvörðungu byggist á tengingu og nálægð getur ekki brotið niður vegginn á milli skynjunar og skriftar. Kannski látum við blekkjast af því að augað líkist myndavél. Margoft hefur verið bent á að starfsemi þess er til muna flóknari, að það skrásetur ekki eins og vélin það sem fyrir sjónir okkar ber20. Mönnum er nú að verða ljóst að við lcerum að sjá heiminn, að við sjáum og segjum það sem við höf- um numið, að sjálf tökum við virkan þátt í leiknum. Með öðrum orðum: sjónarmiðið ákvarðar sýnina og það er mótað af uppeldi, menntun og þekkingarhætti hvers tíma. Heimurinn er þarna. En okkur er ókleift að skynja hann á annan hátt en sem orðræðu okkar hafandi túlkað hann. Lins- an er óbrjótanleg. Tíminn: hugtak og reynsla Fortíðin býr í þér sem minning er myndbreytist án afláts og mótar nútíð- ina. Texti Fuglsins er lagaður að slíkri upplifun. Veittar eru takmarkaðar upplýsingar um í hvaða röð atvikin eiga sér stað eða hvort þau gerast yfir- leitt. Orsök og afleiðing fléttast saman með líkum hætti og draumur og vaka; andstæðukerfið hefur riðlast, hin hefðbundna flokkun. Vensl vitund- ar og tíma virðast röklaus og án skynsemi. Hvernig er hægt að mæla það, spyr höfundur, sem ekki er lengur það sem það var heldur samþætt nýrri reynslu? Hvar eru mörk hins ímyndaða og þess sem raunverulega gerðist? Eitt af meginviðfangsefnum höfundar er og yfirvegun tímans. Tími skáldsagna er ævinlega tvískiptur. Annars vegar er frásagnartími (le 351
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.