Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 100
Tímarit Mdls og menningar
ekki ber annað kenniheiti, endurlifir reynslu sína án afláts því að fortíðin er
aldrei öll heldur síbreytileg verðandi líkt og nútíðin. Með öðrum orðum:
Höfundurinn eyðir í senn línulegum tíma og viðteknum venslum vitundar
og tíma. Skapar nýtt tímakerfi sem öðru fremur byggist á tilfinningum og
innsæi. Turnleikhúsið:
Var langt síðan? Eða nýlega? Fyrir löngu? Hvernig ætti að mæla það? Allt
hefur sinn tíma, að skynja tímann, að gleyma tíma; að lifa einn stað stund-
laust, og gleyma tímanum. Muna svo aftur tíma; og halda áfram að lifa lífi
sínu með því að öðlast minningu og skeyta við aðra reynslu; samþætta öðru
sem þú hefur lifað. Sem verður annað í þeirri vinnslu.25
Hugmyndir nútímahöfunda um tímann hafa einkum verið með fernum
hætti. Sumir viðurkenna aðeins nútíma: það sem gerist í svipinn, líðandi
stund. Fortíð og framtíð eru ekki til í þeirra huga; vitundin er innilokuð í
andrá sem líður, hið liðna glatað og verðandin án samhengis, röklaus og sí-
breytileg (Claude Simon). Aðrir staðhæfa að vitundin sé bundin hinu liðna,
fortímanum; vitundin sé til í kennd þess sem gert hefur verið eða hugsað,
tíminn verði til um leið og hann er liðinn hjá. Söguhetjur þessara höfunda
ferðast úr fortíð til nútíðar einungis til að sökkva í fortíðina á nýjan leik.
Þær horfa stöðugt um öxl, eiga sér hvorki framtíð né val (Faulkner). Enn
aðrir nútímahöfundar afneita í senn fortíð og nútíð. I þeirra huga er
vitundin stöðugt á leið inn í ófyrirsjáanlegan framtíma. Manneskjan er ekki
það sem hún hefur verið heldur það sem hún verður enda líðandi stund
ófestanleg: liðin um leið og þú hugfestir hana (Sartre). Loks eru þeir sem
telja að andráin sé skurðpunktur allra tíða: líðandi stundar, hins liðna og
ókomna. Þeir gera ráð fyrir alvíðum tíma; að hin fyrndasta fortíð búi í
núinu líkt og lóðrétt lína er sker aðra lárétta. Augnablikið er ekki inni-
haldslaust í þeirra augum heldur þrungið merkingu og dýpt (Thor).
Þessar hugmyndir byggjast á kennd þess að hefðbundin tímahugtök séu
ofríkiskennd og falsi hlutstæða upplifun. I upphafi var línutíminn tæki
mannlegrar vitundar til að marka sér leið gegnum öngþveitið. Smám saman
öðlaðist hann sértækt gildi og alræðisvald sem útilokaði öll frávik sem
óskynsemi: villu og/eða skáldskap. Táknkerfi er byggðist á rökréttum or-
sakavenslum: fortíð—»nútíð—>framtíð varð í augum manna að sannleika
efnisheimsins, algildu lögmáli. Um leið og þess vegna glataði sjálfið tíma-
skyni sínu; hugtökin dimmdu sjón, steyptu skynjun í mót, juku á innri
fjarlægð. Nútímahöfundar hafa margir hverjir reynt að eyða þessari firr-
ingu og rjúfa vélrænt samband manns og eigin lífs, vitundar og tíma. Sumir
hafa orðið öngþveitinu að bráð við þá raun en aðrir vísað leið til nýrrar
einingar, á dýpra eða innra sviði.
354