Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 100
Tímarit Mdls og menningar ekki ber annað kenniheiti, endurlifir reynslu sína án afláts því að fortíðin er aldrei öll heldur síbreytileg verðandi líkt og nútíðin. Með öðrum orðum: Höfundurinn eyðir í senn línulegum tíma og viðteknum venslum vitundar og tíma. Skapar nýtt tímakerfi sem öðru fremur byggist á tilfinningum og innsæi. Turnleikhúsið: Var langt síðan? Eða nýlega? Fyrir löngu? Hvernig ætti að mæla það? Allt hefur sinn tíma, að skynja tímann, að gleyma tíma; að lifa einn stað stund- laust, og gleyma tímanum. Muna svo aftur tíma; og halda áfram að lifa lífi sínu með því að öðlast minningu og skeyta við aðra reynslu; samþætta öðru sem þú hefur lifað. Sem verður annað í þeirri vinnslu.25 Hugmyndir nútímahöfunda um tímann hafa einkum verið með fernum hætti. Sumir viðurkenna aðeins nútíma: það sem gerist í svipinn, líðandi stund. Fortíð og framtíð eru ekki til í þeirra huga; vitundin er innilokuð í andrá sem líður, hið liðna glatað og verðandin án samhengis, röklaus og sí- breytileg (Claude Simon). Aðrir staðhæfa að vitundin sé bundin hinu liðna, fortímanum; vitundin sé til í kennd þess sem gert hefur verið eða hugsað, tíminn verði til um leið og hann er liðinn hjá. Söguhetjur þessara höfunda ferðast úr fortíð til nútíðar einungis til að sökkva í fortíðina á nýjan leik. Þær horfa stöðugt um öxl, eiga sér hvorki framtíð né val (Faulkner). Enn aðrir nútímahöfundar afneita í senn fortíð og nútíð. I þeirra huga er vitundin stöðugt á leið inn í ófyrirsjáanlegan framtíma. Manneskjan er ekki það sem hún hefur verið heldur það sem hún verður enda líðandi stund ófestanleg: liðin um leið og þú hugfestir hana (Sartre). Loks eru þeir sem telja að andráin sé skurðpunktur allra tíða: líðandi stundar, hins liðna og ókomna. Þeir gera ráð fyrir alvíðum tíma; að hin fyrndasta fortíð búi í núinu líkt og lóðrétt lína er sker aðra lárétta. Augnablikið er ekki inni- haldslaust í þeirra augum heldur þrungið merkingu og dýpt (Thor). Þessar hugmyndir byggjast á kennd þess að hefðbundin tímahugtök séu ofríkiskennd og falsi hlutstæða upplifun. I upphafi var línutíminn tæki mannlegrar vitundar til að marka sér leið gegnum öngþveitið. Smám saman öðlaðist hann sértækt gildi og alræðisvald sem útilokaði öll frávik sem óskynsemi: villu og/eða skáldskap. Táknkerfi er byggðist á rökréttum or- sakavenslum: fortíð—»nútíð—>framtíð varð í augum manna að sannleika efnisheimsins, algildu lögmáli. Um leið og þess vegna glataði sjálfið tíma- skyni sínu; hugtökin dimmdu sjón, steyptu skynjun í mót, juku á innri fjarlægð. Nútímahöfundar hafa margir hverjir reynt að eyða þessari firr- ingu og rjúfa vélrænt samband manns og eigin lífs, vitundar og tíma. Sumir hafa orðið öngþveitinu að bráð við þá raun en aðrir vísað leið til nýrrar einingar, á dýpra eða innra sviði. 354
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.