Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 103
Myndir á Sandi
í myndhvörfum tvinnast saman táknmið óskyldra fyrirbæra enda not-
uðu rómantísk skáld þau til að samsama sjálf og náttúru. Myndhvörf þeirra
voru annað og meira en málskrúð. Þau voru forsenda hugsunar fremur en
hugsuð merking, grundvöllur skynjunar og þekkingar. Af þeim sökum
lifði rómantískur stíll af hnignun rómantískrar heimsmyndar. Menn höfn-
uðu hinni hugsuðu orðræðu rómantíkurinnar, hinu skrifaða og lokna, text-
um hennar; merkingarmyndunin lifði hins vegar áfram, tungumál stefn-
unnar, og inn í okkar tíð til nýs lífs í skáldsögum samtímans.
Myndhvörf eru aldrei „saklaust“ listbragð, án undirmála, því að þau fela
í sér stjórnun hugsunar eða öllu heldur form hugsunar, tilskipun sem menn
eru ósjaldan grunlausir um. Oftast nær gæða þau heiminn jákvæðu sam-
hengi en þau geta einnig skilið að, leyst upp, brotið það sem áður var heilt.
I seinustu Ijóðum Steingríms Thorsteinssonar birta myndhvörf til dæmis
neikvæða samsvörun vitundar og heims. Þeim virðist stefnt gegn róman-
tískri heimsmynd: þeirri trú að formgerðir hins mannlega, náttúrlega og
guðlega deili örlögum. Rómantísk skáld tjáðu slíka sýn með myndhvörfum
eins og sést í fyrri ljóðum Steingríms. Dæmi:
Frá stóli nóttin stirnd
að storðu skygnist blíð.
Og ástardraumar út frá henni skunda,
sem örfa svein og mey til ástarfunda.27
I þessu ljóðbroti tjá myndhvörfin yfirskilvitlega samverund: sjálfið hefur
sameinast þrá sinni og um leið orðið eitt með heiminum. I raun er líkt
komið fyrir því og barni í frumbernsku: það sér sjálft sig líkt og í spegli í
náttúrunni, náttúran hefur vaxið saman við óskir þess. I seinustu ljóðum
Steingríms eru venslin með öðrum hætti. Þar hefur náttúran eins og dregist
inn í sjálfa sig og útskúfað sjálfinu. Myndhvörfin lýsa sundrun frumtengsla,
rofi, neikvæðu ástandi. Dæmi:
Sjór er gagnsær, grilli eg niður,
Gnötra eg við að sjá;
Hafskip sokkið! - helgrár bryður
Hákarl bleikan ná.28
Þótt vensl sjálfs og veruleika einkennist í þessu ljóði af beygblandinni
fjarstæðukennd fela þau í sér merkingarríkt samtak; hin yfirskilvitlega sam-
verund er enn fyrir hendi, neikvæð að vísu og kannski óorðanleg. Slík er
raunin um Fuglinn: Náttúran er líkust opnu bókfelli með skrautrituðum
síðum; full af teiknum og stórmerkjum. Hún er dularfullt táknkerfi, end-
357