Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 107
Myndir á Sandi
dansi umhverfis gosbrunn á nútímasviði. „Maðurinn“ reynir líkt og skóg-
arkonungurinn að sameinast konunni en á milli þeirra er ósýnilegur múr
sem hvorugt kemst yfir. Fullnægingin: fró, kyrrstæð nánd og upphafning-
í vitund annars en ekki hins; og „hann flaut uppi, þögull, gnístandi tönnum
af angist þess að vera einn og geta ekki sameinast himni hennar“ (180) því
að „hann var fyrir utan og vissi af þeim“ (143), fyrir utan og án getu til að
ummyndast í hold þar sem hugsunin er ekki til né hið tilfinningalega og
orðleysan ríkir. Reynir þó án afláts að upplifa slíkt ástand, svo sem þegar
„ofbeldið fór fram, og maðurinn þrýsti hinni einmana vitfirrtu ást milli
fóta henni“(231). Samskiptin öll einkennast af slíkri misvísun. „Maðurinn"
er einangraður í tíma sínum, full meðvitaður og þrúgaður af þrá. Að vissu
leyti minnir hann á ljóðsjálf rómantískra skálda. Ast margra þeirra er ekki
annað en ímyndun sem fjarlægðin vekur, fölskvuð minning eða draum-
kenndur möguleiki: styð ég mig að steini og eina þrái ég þig. Sálfræði kyn-
lífs og ástar er með nokkuð öðrum hætti í Fuglinum. Þar er nálægðin ekki
annað en afhjúpuð blekking, þráin þá mest og skorturinn, ósamræmið.
„Hvernig eigum við sem erum svona nálægt hvort öðru að fara að sjá hvort
annað“ (168).
Reynsla „mannsins" er brotin og tvístruð en safnast þó oft saman í eins-
konar brennipunkti: ofurskynjun þar sem allur tími er í senn og „rósagarð-
ar“ dulvitundarinnar opnast. Vandinn sá að samstilla dulsæið og líf í tíma
og rúmi, algleymið og ytri nauðsyn. „Maðurinn" lifir á mörkum, brotinn
um línu líkt og tvífari hans, málarinn, sem sundrast að lokum. Sögu
„mannsins“ lýkur þó ekki í upplausn heldur ákveðinni niðurstöðu eins og
áður var sagt. Vitund um hringrás og skapandi háska, hlutverk manneskj-
unnar:
Það var alltaf stríð, og myndi alltaf verða. Hann vissi það núna og fann að
hann var sterkur af veikleikanum, og af því að vera alltaf á verði einsog dýrið
í frumskóginum, hann hafði lært að varast hætturnar og vissi að þær gátu
sigrað hann ef hann gleymdi þeim: það er mitt líf, hugsaði hann. . . (278)
Að síðustu verður goðsögnin að meðvituðum veruleika „mannsins“;
sviðin tvö falla saman. Um leið sameinast boð textans því erindi sem lesa
má úr öðru goðsögulegu skáldverki, Aðventu Gunnars Gunnarssonar: að
hlutverk manns sé að spyrna á móti broddi dauðans uns hann smýgur í
gegn og hæfir hjartað. Slíkt sé hlutskipti manna á jörðu.
Goðsögnin: form og veruleiki
Hið hefðbundna sjálf, heildstætt og ofríkiskennt, tók að leysast upp um og
361