Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 108
Tímarit Máls og menningar
eftir seinustu aldamót: rökleysinu sló inn, brjálsemi heimsins. Eftir hjarði
sundrað sjálf, ófært um að skipa í kerfi og gefa merkingu. Jafnframt breytt-
ist formsköpun skáldsögunnar eins og fram er komið. Þróunin hefur ekki
verið samfelld heldur hnökrótt og með mörgum afbrigðum, myndhvörf og
nafnskipti hafa leikist á og myndað margskonar vensl sín í milli. Listbrögð
hafa þó tvímælalaust skipt um stöðu sem merkingarvaldar sé á heildina lit-
ið. Um leið hefur samband skáldsögunnar við aðrar bókmenntagreinar
breyst, skörun átt sér stað við ljóð, leik og ritgerð. Lengst hefur þessi þró-
un náð í goðsögulegri myndsköpun enda einkennast nútímaskáldsögur af
„afturhvarfi“ til goðsögunnar að margra áliti. En þær eru ekki einar um
slíkan rithátt. Hans sjást einnig merki í verkum sem að öðru leyti eru epísk,
hefðbundin. I þeim eru forn minni notuð til að undirbúa, skýra eða magna
hina eiginlegu fléttu. Hlutverkið þá að vera lýsandi hliðstœda eða andstxða
nútímans. I sumum þessara verka fær táknmál sem í upphafi tengdist lausn
og samræmi öndverða merkingu og vísar til glötunar og samræmisleysis:
Odysseifur ferst í hafi, Kristur rotnar á krossi, Guð breytist í djöful, lamb-
ið í varg, lífstréð í gálga, hofið í dýflissu; og rýkur úr rústum borgar. Gott
dæmi um þessa vendingu er Sœlir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. I
sögunni er hermt frá sálarstríði einstaklings sem lætur stjórnast af þrá sinni
og ást framan af en bognar að lokum og gefst „djöflum“ sínum á vald,
hverfur inn í heim geðsýkinnar. Oll er frásögnin studd demónsku mynd-
máli: kirkjugarði og líkaböng, dimmum öngstrætum og sóttsýktum hreys-
um, eldsúlu við sjóndeildarhring, djöfli í mannslíki; myndmáli sem skír-
skotar til öngþveitis og dauða. Sjálfur rammi verksins felur í sér goðsögu-
lega vísun því að hann er sniðinn eftir sköpunarsögu ritningarinnar: henni
snúið við og greint frá eyðingu heims. Biblíuminnið er ekki aðeins skýring
eða til áhersluauka heldur grundvöllur formgerðar.
Annað dæmi er sagan Blakkar rúnir (1962) eftir Halldór Stefánsson þar
sem lambstákninu er gefið neikvætt forteikn. Bræður berast á banaspjót
fullir heiftar, og fyrir utan hús þeirra geisar náttúran. Annar gengur út og
að glugga yfir rúmi bróður síns er sefur þungum drykkjusvefni, spyrnir inn
um hann úldnu gimbrarhræi og ofan á vit hins sem kafnar. I textum af
þessu tagi á sér stað afhelgun eða umturnun heilags táknmáls og goðsögu-
minna. Slík tækni hefur einkennt mjög tilvistarlegar bókmenntir á þessari
öld, t.d. fyrri verk Thors Vilhjálmssonar. Tjáð þar kennd glötunar og
markleysis, mann og heim á heljarþröm. I slíkum verkum er hinu goðsögu-
lega nánast snúið í andstæðu sína, upphaflegar eigindir þess horfnar.
Vensl nútíma og goðsögu eru önnur í skáldsögum eins og Fuglinum. I
þeim er minnið notað sem leiðarhnoða í gegnum sundraða frásögn: heim í
uppnámi og án rökræns samhengis. Markmiðið er sjaldnast að endurskapa
362