Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 109
Myndir á Sandi forna goðsögn. Ollu heldur að leiða í ljós höfuðsannindi um mann og til- veru, og í sumum tilvikum: að endurbyggja heiminn. Metnaður Fuglsins virðist vera af slíku tagi. Höfundur reynir að samræma ýtrustu andstæður, gera vitneskjuna bærilega, fylla orðleysuna merkingu. Markmið hans af lík- um toga og Endurreisnarmannsins: að lesa úr teiknum heims og huga, af- hjúpa launmál, sýna fram á einingu, samstæður. Svipuð viðleitni einkennir fjölmargar skáldsögur seinustu ára. Aður hefur verið spurt hvort að baki búi nútímaleg upplifun eða hvort um afturhvarf sé að ræða. Ekki verður úr því skorið hér. Kannski öll endurnýjun sé að einhverju leyti endurtekning. Alltént er víst að tungumál nútímabókmennta er um eitt gjörólíkt tungu- máli fyrri tíma. Það geymir vitund um skort eða eyðu: fjarveru frumtexta og frumhöfundar; er að því leyti munaðarlaust. Hinn upphaflegi texti sem fól í sér algilt táknmál og felldi saman orð og vald hefur glatast, horfið sjónum manna. Nú á dögum leita flestir slíks texta utan bókmenntanna: í sjálfum sér, djúpum dulvitundar, hinu orð- lausa, augnablikum þegar „rósagarðar" opnast, tónlist, myndlist o.s.frv. Margir nútímahöfundar leitast þó enn við að nálgast slíka reynslu. Sífellt er reynt hið ómögulega, að þenja tungumálið út fyrir takmörk sín, láta þögn- ina hljóma í gegnum orðið, mála með því heiminn. Leitinni að bókstöfum hins raunverulega er haldið áfram þrátt fyrir kennd óraunveruleika og óvissu. Hin goðsögulega aðferð er afleiðing þessa ástands og tímanna tákn því að hugsun okkar virðist sækja sífellt meira inn í heim goðsögunnar í leit að svörum. Rökvísi hennar bendir á leið til að fylla tilveruna merkingu eða öllu heldur gera slíka tilveru bærilega svo að maðurinn máist ekki út eins og andlit á fjörusandi. 1) I ritgerðinni er hér og þar stuðst við grein mína „Hugleiðing um fugl orð og reynd“ er birtist í Morgunblaðinu, 5. mars 1988. Hún fjallar um Fljótt fljótt sagði fuglinn og geymir drög sumra þeirra hugmynda sem hér eru settar fram. 2) Sjá Michel Foucault: The Order of Things. An Archaeology of the Human Sciences, New York 1973. (Frumútgáfa: Les Mots et les choses, Paris 1966). 3) í ritgerðinni eru þessi hugtök notuð í hefðbundinni merkingu: táknmyndin: sú ímynd sem efnislegt form tákns hefur í huga viðtakanda; táknmiðið: sú merking eða hugmynd sem tengist ímyndinni. 4) Michel Foucault: The Order ofThings, bls. 55 5) í ritgerðinni er stuðst við rannsóknir Davids Lodge á merkingarháttum í nútíma- 363
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.