Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 117
arheimi á tímanum kringum heimsstyrj- öldina fyrri, þekktu andrúmsloftið. Arni Sigurjónsson hefur áður rætt hug- myndafræði þessara manna ítarlega í doktorsritgerð sinni Den politiske Lax- ness (Stockholm 1984), síðarmeir í nokkuð breyttri íslenskri gerð undir heitinu Laxness og þjóðlífið (Reykjavík 1986). Halldór gerir efninu góð skil og forðast ýmsar öfgar, sem mér virtust lýta framsetningu Árna. Meðal annars hætti Árna til að vilja sjá hugmynda- heim fyrrnefndra manna og þeirra líka sem nánast fasískan eða nasískan. En það er augljós tímaskekkja, og mjög ó- sanngjarnt. Þessir menn voru að vísu íhaldssamir. Þeir voru á móti stéttabaráttunni, sem var farin að gera vart við sig í hinu ís- lenska þjóðfélagi, stundum einnig van- trúaðir á flokkapólitík og þingræði. En sameiginlegt áhugamál þeirra var að forða íslenskri menningu undan klofn- mgi og upplausn í kjölfari erlendra menningarstrauma. Þeir vildu að minnsta kosti að reynt yrði að samlaga útlent við innlent, svo að úr yrði sam- ræmd heild við hæfi íslensku þjóðarinn- ar og erfðamenningar hennar. Lykilorðið er að áliti Halldórs Guð- mundssonar þjóðerni: „Kannnski er bara einn rauður þráður í hugmynda- fræði þeirra, þ.e. þjóðernishyggjan. Avallt er talað um ,okkur Islendinga’ og hlutskipti ,okkar’ og verkefni, og oft vísað til þjóðareinkenna einsog um vís- indalegar staðreyndir sé að ræða.“ (48) Það er vitnað í Ágúst H. Bjarnason: >,Utþrá er honum dauðasynd, því fyrir- heitna landið er ávallt þitt eigið land.“ (55) Til menntamannsins Hermanns Glasers sækir Halldór lýsingu á svipuðu viðhorfi „einsog það birtist í Austurríki um aldamótin síðustu“: „Andspænis Umsagnir um bækur nýlendustefnu, harðsvíruðum kapítal- isma, tæknibyltingu og stéttaátökum, reynir hópurinn sem gefur tóninn að (. . .) búa sér til verndað svæði fyrir þau samfélagslegu og siðferðilegu gildi sem eru glötuð eða í þann mund að glatast" (59). „Islenskum menntamönnum ald- arfjórðungi síðar er mæta vel ljóst að þetta verk er vonlaust hvað flest ríki meginlandsins áhrærir, en það er einsog þeir hafi gert sér vonir um að Island greti orðið slíkt verndarsvæði, ekki síst í krafti einangrunar sinnar.“ (59; reglu- breyting P. H.) Slíkt tal er Halldóri Laxness eitur í beinum á tíma Vefarans. Sjálfur er hann nútímamaður í húð og hár. I æ róttæk- ari blaðagreinum þeim sem hann birti um þessar mundir (obbinn af þeim var endurprentaður í safninu Af menníng- arástandi, Reykjavík 1986) hefur hann brennandi áhuga á því að íslensk alþýða fái sem fljótast að njóta verklegra og andlegra nýjunga, sem skáldið hefur komist í kynni við á meginlandinu. I Raflýsing sveitanna frá mars 1927, bein- ir hann geiri sínum meðal annars að mönnunum kringum V'óku, tímariti „afturhaldsamra siðvandlætara, sem far- ið er að koma hér út og á að vera ,handa Islendingum’ og fræða menn um hinstu rök allrar tilveru“. Hann hnussar háðskur að þessum „þjóðernisspeku- löntum“ heima við. I ljósi þessarar herferðar er forvitni- legt að skáldið skyldi innan skamms birtast sjálfur sem hinn heitasti þjóðern- issinni. Halldór Guðmundsson hefur að vísu ekki séð ástæðu að fylgja honum á þeirri braut, eftir Vefarann. En mig langar í þessu sambandi að vitna t nokkrar klausur úr Alþýðubókinni (1929), sem Laxness samdi á Banda- ríkjaárum sínum 1927-1929, en sú bók 371
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.