Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 121
hreyft. íslenskir fræðimenn, samlandar skáldsins, eru næstir til að taka það að sér. Mér finnst Halldór Guðmundsson hafa sannað að hann er réttur maður að leggja hönd á plóginn á þeim reit. I lokakaflanum bendir höfundur á að Vefarinn gegni „sama hlutverki fyrir ís- lenskar nútímabókmenntir og Rauba herbergið fyrir sænskar bókmenntir eða Sultur fyrir norskar. Hetja þessara verka allra er sú manngerð sem öðru fremur birtir hvernig skáldin upplifðu borgina - áður en borgin er orðin vani“ (203). Verk Strindbergs og Hamsuns birtust árin 1889 og 1890, mannsaldri á undan Vefaranum. A þeim tíma hafa róttækar breytingar átt sér stað, á flest- um sviðum. Sérstaða hinnar íslensku skáldsögu er ekki síst í því fólgin að hún er skrifuð „eftir að heimsstríð og byltingar höfðu bundið enda á draum aldamótamódernismans" (194). Vefa- rinn mikli er sannkallað tímamótaverk. Það geymir margan vísi að einum merk- asta rithöfundarferli á okkar öld. Tilgangur bókar Halldórs Guð- mundssonar „hefur verið að draga upp mynd af samræðu Vefarans við samtíð sína“ (203). Hann hefur leyst það verk- efni prýðilega af hendi. Rit hans er byggt á traustum vísindalegum grund- velli og ber vott um víðtæka þekkingu á menningu þess tíma sem um er að ræða. Framsetningin er ljós og skemmtileg af- lestrar, blessunarlega laus við uppblásin fræðiorðakerfi. Peter Hallberg Umsagnir um bækur SETNINGAR MOLA VEGGI Sjón Stdlnótt Mál og menning. Reykjavík 1987. Bókin er aðeins um hundrað síður, letr- ið er stórt, kaflarnir fimmtíu eru stuttir og frásögnin orðknöpp en mér finnst hún engu að síður geyma margþætta sögu. Svo hljóðar yfirlýsing mín um fyrstu skáldsögu Sjóns; blanda af einskis verð- um, augljósum staðreyndum og per- sónulegu áliti. Danski penninn Poul Borum léti hér við sitja - hann ku skrifa heimsins stystu ritdóma - en ég get ekki setið á mér að útskýra orðið margþrett í sambandinu hér að ofan. Það er eitt af þessum myndhverfu hugtökum, á upp- haflega við um band eða kaðal þar sem þræðirnir eru kallaðir þættir. Því fleiri þættir sem eru í kaðli, þeim mun sterk- ari er hann og ólíklegra að hann slitni. Hugtök á borð við leik/>iíí«r, sögu- þráður og flétta hafa orðið til með hlið- sjón af sömu vinnubrögðum en að baki er líkast til sú hugmyndafræði eða dul- vitaði grunur að skáldverk sé eins og snærisspotti. Þetta sannast ágætlega á Stálnótt. Hún hefur tvo söguþræði sem eru aðgreindir í fyrstu en splæstir saman þegar líður á söguna. Annar er þáttur Johnnys Triumph, sem kemur akandi eftir hafs- botninum í fyrsta kafla bókarinnar með fjögur djöflaegg í skottinu. Hinn þráð- urinn er fjórþættur þar sem segir frá fæðingu, uppvexti og afdrifum fjögurra unglinga; Jonnans, Finnsins, Dísunnar og Onnunnar. Skipting milli þátta er gefin til kynna með kaflaheitum: Þeir 375
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.