Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 121
hreyft. íslenskir fræðimenn, samlandar
skáldsins, eru næstir til að taka það að
sér. Mér finnst Halldór Guðmundsson
hafa sannað að hann er réttur maður að
leggja hönd á plóginn á þeim reit.
I lokakaflanum bendir höfundur á að
Vefarinn gegni „sama hlutverki fyrir ís-
lenskar nútímabókmenntir og Rauba
herbergið fyrir sænskar bókmenntir eða
Sultur fyrir norskar. Hetja þessara
verka allra er sú manngerð sem öðru
fremur birtir hvernig skáldin upplifðu
borgina - áður en borgin er orðin vani“
(203). Verk Strindbergs og Hamsuns
birtust árin 1889 og 1890, mannsaldri á
undan Vefaranum. A þeim tíma hafa
róttækar breytingar átt sér stað, á flest-
um sviðum. Sérstaða hinnar íslensku
skáldsögu er ekki síst í því fólgin að
hún er skrifuð „eftir að heimsstríð og
byltingar höfðu bundið enda á draum
aldamótamódernismans" (194). Vefa-
rinn mikli er sannkallað tímamótaverk.
Það geymir margan vísi að einum merk-
asta rithöfundarferli á okkar öld.
Tilgangur bókar Halldórs Guð-
mundssonar „hefur verið að draga upp
mynd af samræðu Vefarans við samtíð
sína“ (203). Hann hefur leyst það verk-
efni prýðilega af hendi. Rit hans er
byggt á traustum vísindalegum grund-
velli og ber vott um víðtæka þekkingu á
menningu þess tíma sem um er að ræða.
Framsetningin er ljós og skemmtileg af-
lestrar, blessunarlega laus við uppblásin
fræðiorðakerfi.
Peter Hallberg
Umsagnir um bækur
SETNINGAR MOLA VEGGI
Sjón
Stdlnótt
Mál og menning.
Reykjavík 1987.
Bókin er aðeins um hundrað síður, letr-
ið er stórt, kaflarnir fimmtíu eru stuttir
og frásögnin orðknöpp en mér finnst
hún engu að síður geyma margþætta
sögu.
Svo hljóðar yfirlýsing mín um fyrstu
skáldsögu Sjóns; blanda af einskis verð-
um, augljósum staðreyndum og per-
sónulegu áliti. Danski penninn Poul
Borum léti hér við sitja - hann ku skrifa
heimsins stystu ritdóma - en ég get ekki
setið á mér að útskýra orðið margþrett í
sambandinu hér að ofan. Það er eitt af
þessum myndhverfu hugtökum, á upp-
haflega við um band eða kaðal þar sem
þræðirnir eru kallaðir þættir. Því fleiri
þættir sem eru í kaðli, þeim mun sterk-
ari er hann og ólíklegra að hann slitni.
Hugtök á borð við leik/>iíí«r, sögu-
þráður og flétta hafa orðið til með hlið-
sjón af sömu vinnubrögðum en að baki
er líkast til sú hugmyndafræði eða dul-
vitaði grunur að skáldverk sé eins og
snærisspotti.
Þetta sannast ágætlega á Stálnótt. Hún
hefur tvo söguþræði sem eru aðgreindir
í fyrstu en splæstir saman þegar líður á
söguna. Annar er þáttur Johnnys
Triumph, sem kemur akandi eftir hafs-
botninum í fyrsta kafla bókarinnar með
fjögur djöflaegg í skottinu. Hinn þráð-
urinn er fjórþættur þar sem segir frá
fæðingu, uppvexti og afdrifum fjögurra
unglinga; Jonnans, Finnsins, Dísunnar
og Onnunnar. Skipting milli þátta er
gefin til kynna með kaflaheitum: Þeir
375