Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Side 134
Tímarit Máls og menningar
leið, að það séu karlarnir sem „eru
ábyrgir fyrir því að hið góða ferst í líki
Baldurs á meðan konurnar, Frigg og Si-
gyn, fulltrúar ástar og friðar, sýta orð-
inn hlut en geta ekkert að gert“ (bls.
101). það eru sem sé ballræðismennirnir
sem eiga sök á spillingunni, meðan kon-
urnar elska friðinn platónskri ást: kon-
ur kvasðisins, Frigg og Sigyn, „eru í
hlutverki móður og eiginkonu, fulltrúar
skilyrðislausrar ástar og fyrirgefningar
andspænis illindum og hefnigirni karl-
anna“ (bls. 100). En það er nú samt svo,
og ætti víst ekki að vera þörf á að nefna
slíkt, að í kvæðinu eru það „þursameyj-
arnar þrjár“, svo og Gullveig og Heiður
sem eru upptök spillingarinnar og verða
þær að teljast kvenkyns, a.m.k. meðan
einhver arkeo-gynekologia hefur ekki
leitt eitthvað annað í ljós, og aðalpers-
ónur í þeirri sögu sem rakin er. Frigg og
Sigyn eru hins vegar aukapersónur, og
verður reyndar hvergi séð að þær séu
neinir sérstakir „fulltrúar fyrirgefning-
ar“. Er það ekki dálítið skondin rök-
semdafærsla að sleppa þannig aðalpers-
ónunum úr þessu kynhlutverka-dæmi,
kalla Frigg og Sigyn „hinar eiginlegu
konur kvæðisins" (bls. 100), en gera
„karlana“ alla sem einn ábyrga fyrir
undirferli Loka og því sem af því
hlaust? Loki var sérkennileg persóna
um margt og hafði erft illt upplag frá
móður sinni, og getur því tæpast talist
fulltrúi alls karlkyns. Ef einhver reynir
að hamla á móti óheillaþrúninni, er það
einna helst Oðinn, „Yggjungur ása“,
sem reynir a.m.k. að afla sér allrar til-
tækrar þekkingar á ástandinu. Þessi
kenning útgefanda er víst það sem Sig-
urður Nordal kallaði einu sinni „að
blóta goð síns tíma“, en mikið skelfing
rekst hún álappalega á þann texta sem
hún á að skýra.
Ef sagan er „magistra vitae“ eins og
Cicero gamli sagði, kennir hún oss að
tískukenningar gera stutta stans ef þær
eru ekki byggðar á traustum rökum.
Eftirmálinn og skýringarnar eru senni-
lega góður veðurviti þessa stundina, en
ekki er víst að þau verði jafn endingar-
góð og bókin sjálf, og er skaði að ekki
skuli hafa verið reynt að gæta þess.
Einar Már Jónsson
„AF FLUGI MINNISFUGLA"
Stefán Jónsson
Að breyta fjalli
Svart á hvítu, Reykjavík, 1987
Stefán Jónsson gaf út sína fyrstu bók
1961, (Krossfiskar og hrúðurkarlar)
sama ár og undirritaður fæddist. Það er
því hæpið að segja að ég hafi fylgst með
rithöfundarferli hans frá upphafi, en þó
lætur það furðu nærri, því ég lærði
snemma að lesa. Bækur Stefáns bættust
í skápinn heima nokkurnveginn jafnóð-
um og þær komu út, og ég varð fljót-
lega mjög handgenginn þeim. Eg tel mig
geta fullyrt að ég hafi lesið þær allar
tvisvar, og sumar mun oftar. Eg tel mig
líka eiga Stefáni og ritum hans ýmislegt
að þakka í fari mínu. Til dæmis þykir
mér fremur ótrúlegt að sá geigur sem ég
hef af blaðlöngum hnífum hefði náð að
vaxa úr hömlu og verða mér gagnlegur,
ef ákveðnum köflum í Gaddaskötu
(1966) hefði ekki verið til að dreifa. Og
það munaði varla hársbreidd að bókin
um Jóhannes á Borg gerði úr mér
áflogahund, þvert ofan í eðli mitt. . .
Þegar sú bók sem hér er ætlunin að
fara nokkrum orðum um, Að hreyta
388