Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Síða 137
vangaveltum um umheiminn, vitandi
það að litli heimurinn lýsir sjálfkrafa út
fyrir sig: inn til lands og út á haf. Þann-
ig kemur hinn ótilkvaddur inn í geisl-
ana, og í þeirri glætu er gaman að litast
um.
Menn og málleysingjar sem rölta um
síður bókarinnar eru sumt „gamlir
kunningjar" úr eldri verkum Stefáns.
Amma hans í Hammersminni kemur úr
Ljósi í róunni (1968), og hefur hér ýmis-
legu við að bæta, þótt hún fari jafnvel
sparlegar með orð en Sigfús Daðason.
Það fólk sem bókin hnitast eðlilega um,
foreldrar Stefáns, þau stíga fram í svo
glögga birtu að innan skamms finnst
manni að þessar manneskjur hafi maður
þekkt töluvert lengi. Og þó er eftilvill
ekki allskostar rétt að segja að bókin
„hnitist“ um þau, öllu heldur finnur
maður fyrir nærveru þeirra meðan
blaðsíðunum er flett, eins þótt ekki sé
minnst á þau beinum orðum á löngum
köflum. Þannig trúi ég einmitt að lífið
horfi við barninu, við „eðlilegar" að-
stæður: foreldrarnir yfir og allt um
kring, ef ekki í efninu, þá í andanum en
skiljanlega ekki alltaf með eilífri blessun
sinni. Foreldraminning er ákaflega
vandmeðfarið efni, og ég sé ekki betur
en Stefán komist vel frá sínu erfiða ætl-
unarverki. Hann sneiðir hjá tilfinninga-
semi, og gefur svo tauminn lausan á
réttum augnablikum. Það er bara einn
maður sem ég sakna að ekki skuli vera
gerð ýtarlegri skil í bókinni, og það er
Páll Zóphóníasson, en raunar er Stefán
búinn að lýsa honum annarsstaðar.
Persónulýsingar bókarinnar láta ekki
staðar numið við mannfólkið, því þarna
er að finna hunda sem eru eftirminni-
legri en venjulegt getur talist, einsog
Móra á Höskuldsstöðum. Sambærilegir
hundar hafa varla verið á Austurlandi
Umsagnir um bakur
nema þá helst á Norðfirði, hjá Ragn-
hildi í Fannardal sem Jónas Árnason
skráði einstæða bók eftir.
Eg hef í þessum stutta pistli leitast við
að gefa hugmynd um þann grundvöll
sem Stefán byggir á, í þessari bók og
höfundarverki sínu almennt, fremur en
rekja söguþráð einsog vinsælt er. Eg hef
dregið fram sterku þættina í þessari
bók, og þeir eru svo margir að sjaldgæft
er. Þegar ég svo lít yfir þetta skrif mitt í
hreinritun, verður mér ljóst að kannski
er bókin mér of kær til að ég geti skrif-
að um hana. Séra Arni Þórarinsson segir
frá rógbera sem var að baknaga sóknar-
prest sinn eftir messu og sást ekki fyrir í
rógburðinum, svo annar og reyndari
rógberi sem stóð þarna hjá tók til máls
og bað hann fyrir alla muni að vera ekki
svona æstan, og hann ætti að ýra solitlu
góðu saman við, þá yrði honum betur
trúað. Þannig að ég hef fallið í gryfju
sem er einhversstaðar andfætis þeirri
sem óreyndi rógberinn snæfellski féll í:
ég hefði sennilega átt að ýra solitlu
slæmu saman við til að mér verði betur
trúað. En ég nenni ekki að vera með
neinn hefðbundinn sparðatíning í lokin;
það sem máli skiptir er að hér er á ferð
vandaður höfundur, og svo skemmti-
legur að fáir hafa gert íslenskt ritmál
jafn aðlaðandi.
Fyrir jólin síðustu fylgdist ég með
dagblaðsdómum um þessa bók, og mér
ofbauð blinda manna á sérstöðu Stef-
áns. Nú eru gagnrýnendur hinsvegar al-
friðaðir, svo ég fer ekki nánar út í þá
sálma.
Gyrðir Elíasson
391