Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 123
mynd þess missis sem liggur þyngra á
Einfríði: dauði bróður hennar og brott-
hvarf föðurins. Fjölskyldan býr saman í
húsi ömmu hennar og afa, Grandavegi
7, og þessi fjölskylda er heimur hennar,
líf hennar og tilgangur þótt samlífið fari
fram undir Demóklesarsverði hins
hvikula föður, hins veiklunda harðstjóra
sem ógnar með öryggisleysi sínu:
Og svo stóð hann á fætur, horfði á okkur
hvert og eitt dáhtla stund, hristi höfuðið,
gekk út og við sáum hann ekki fyrr en að
viku liðinni. Þá staulaðist hann upp
tröppurnar, illa til reika, vesæll á svip
með tárin í augunum og sagðist ekki geta
verið án okkar lengur. Við yrðum að fyr-
irgefa honum.
Haukur dró hann þegjandi úr stígvél-
unum.
Mamma þvoði honum í framan.
Og ég sagðist hafa saknað hans.
— Það er vont að vera aumingi, hvísl-
aði hann að mömmu sem þakti andlit
hans með kossum (289).
Vegna þess að faðirinn er elskaður af
börnum sínum er óstöðugt eðli hans
sífelld ógn. Það er hótun um að koma
aldrei aftur, að skilja þau ein eftir, að
farast og deyja. Þau óttast að hann
„gleymi sér“, sofni einhversstaðar útaf
og vakni aldrei aftur og þessi gleymska
teygir sig yfir allt samband hans við fjöl-
skylduna. 1 hvert skipti sem hann yfir-
gefur hana gleymir hann í raun öllu sem
hana snertir. Hann hverfur inn í heim
sem börnunum er að vísu kunnur (þau
heimsækja hann þegar hann er á túrum
og spjalla við drykkjufélagana) en sem
er utan við veggi heimilisins þar sem
merking lífs þeirra að endingu situr. I
hvert skipti sem faðirinn fer að heiman
snýr hann í raun baki við þessari merk-
ingu. Hann eyðileggur öryggið og vegna
þess að hann er óútreiknanlegur, vegna
þess að hann er hin jarðneska mynd
guðs sem aldrei þarf að standa reikn-
ingsskil á duttlungafullum ákvörðunum
sínum, eru börnin sífellt að reyna að
hemja hann heima við með „göldrum“.
Hvarf hans er ekki hægt að skilja á rök-
rænan hátt né er hægt að koma í veg fýrir
það með skynsamlegum ráðum. Missir-
inn er að síðustu óskiljanlegur. Þannig
er faðirinn og hvarf hans um leið tákn-
mynd fyrir allt það sem horfið getur.
Skáldsagan spannar yfir mjög vítt svið
þar sem ólíkum myndum af missi er
brugðið upp en allar koma þær að síð-
ustu saman í persónu föðurins. Leitin að
huggun í lífinu með öðrum sem og til-
gangi hinnar jarðnesku hamingju hverf-
ist um grunnmynd þess sem í fyrstu
kemur á traustu sambandi en brýtur það
síðan og skilur hinn elskaða/barnið
skilningslausan effir. „Galdrar" systkin-
anna eru því mótleikur þess sem leitar
að skilningi. Þeir eru ekki aðeins tilraun
til að seiða föðurinn til sín heldur í raun
alla hina horfnu merkingu.
Lækning nieð göldrum
Börnin þróa bæði með sér eigin aðferðir
við þessar „helgiathafhir“. Einffíður set-
ur uppbótina fýrir missi sinn sífellt á
svið með því að spjalla við raddir fram-
liðinna ættingja og nágranna. Skyggni
hennar er stöðug tilraun til að gera
heimilið og fjölskylduna aftur að heilum
heimi. Jafnvel fýrsta minning hennar
um þessa gáfu sína snýst um atburð þar
sem missirinn leikur aðalhlutverkið.
Hún sér vinnuslys. Smiður fellur niður
úr stillansa og deyr. Kona hans kemur út,
„beygði sig yfir manninn, hristi hann til,
öskraði og grét og bað hann að skilja sig
ekki eftir eina [skástr. KBJ] (50). Hinir
framliðnu grípa stöðugt inn í frásögn-
ina. Oft án þess að Einfríður geti sjálf
stjórnað röddum þeirra. Stundum
kvabba þeir í henni yfir að saga þeirra sé
ekki rétt skrifuð í „spjaldskrána“ sem
Skáldið vinnur að og á að mynda grunn-
inn að fýrrnefndri skáldsögu hans um
lífið á Grandavegi 7. Stundum gefa þeir
henni heilræði eða þá að þeir reyna að
sannfæra hana um að sú mynd sem hún
TMM 1995:3
121