Skírnir - 01.01.1962, Side 8
6
Halldór Halldórsson
Skímir
Fyrstu fornminjarannsóknir sínar á íslandi stundaði Matt-
hías Þórðarson sumarið 1903. Vörðuðu þær áletranir á forn-
um legsteinum. Ritaði hann um þetta efni fyrstu fræðiritgerð
sína, Gamlir legsteinar í GörSum á Álftanesi, og birtist hún
í Árbók fornleifafélagsins 1904, bls. 33—40. (Framhaldið
birtist í Árbókinni 1906, bls. 36—49). Sama ár gerðist hann
félagsmaður í Hinu íslenzka fornleifafélagi. Má því segja, að
hér séum við við upptök ævistarfs dr. Matthíasar. Þeir, sem
hneigðir eru til dulhyggju, mundu vafalaust segja, að upp-
tökin næðu lengra aftur. Hvað sem því líður, skal vikið hér
að „skemmtilegri tilviljun“, hvort sem menn vilja skilja hana
jarðlegri eða andlegri skilningu:
„Matthíasi Þórðarsyni þótti gaman að rifja .. . upp .. .
að presturinn, sem skírði hann . .. var enginn annar en
séra Helgi Sigurðsson á Melum, sem átt hafði happa-
drjúgan þátt að því að Forngripasafnið var stofnað 1863.
Matthíasi Þórðarsyni fannst þetta sem eins konar forspá
þess, er síðar kom fram um ævistarf hans sjálfs, og tengi-
liður milli sín og sögu safnsins frá upphafi.“ (Kristján
Eldjárn í Morgunblaðinu 6. jan. 1962, bls. 13, l.d.).
Sumarið 1905 hélt dr. Matthías fyrirlestur í íslenzka stúd-
entafélaginu í Kaupmannahöfn um verndun fornminja og
kirkjugripa íslenzkra. Tilefnið til fyrirlestrarins var hin svo
nefnda Skrælingjasýning („Dansk Koloniudstilling samt Ud-
stilling fra Island og Færoerne"), sem vakti mikla gremju
og úlfaþyt meðal íslenzkra stúdenta á Hafnarslóðum. Að
fyrirlestrinum loknum samþykkti stúdentafundurinn áskorun
til Alþingis þess efnis að taka fornminjamálin til meðferðar
í þeim anda, sem fyrirlesarinn hafði lagt til. Fyrirlesturinn
birtist í Skírni 1905 (bls. 256—267), undir nafninu Vernd-
un fornmenja og gamalla kirkjugripa. Vafalaust má rekja það
til þessa fyrirlestrar og áskorunar Stúdentafélagsins til Al-
þingis, að það tók fornminjamálin til meðferðar og samþykkti
lög um þau efni á þinginu 1907. Matthías gerðist aðstoðar-
maður í Forngripasafni árið 1907 og var skipaður forngripa-
vörður 1908. (Embættisheitinu var síðar breytt í þjöðminja-
vörSur og nafni safnsins í ÞjöSminjasafn). Þessu mikilvæga