Skírnir - 01.01.1962, Page 11
Skírnir
Prófessor, dr. phil. Matthías Þórðarson
7
embætti gegndi Matthías Þórðarson óslitið til ársins 1947, er
hann fékk lausn fyrir aldurs sakir. Saga íslenzkrar fomleifa-
fræði og íslenzkrar fornminjaverndar er órjúfanlega tengd
nafni dr. Matthíasar á þessu fjömtíu ára skeiði.
Ég er engan veginn sérfróður um fornleifafræði, en styðst
hér við þær beztu heimildir, sem ég veit, um starf dr. Matt-
híasar á þessum vettvangi, einkum minningargrein eftirmanns
hans, dr. Kristjáns Eldjáms þjóðminjavarðar, í Morgunblað-
inu 6. janúar 1962.
Kristján Eldjárn segir, að tvö stórvirki hafi kallað að, er
dr. Matthías tók við sínu mikilsverða embætti: flutningur
safnsins (úr húsi Landsbankans) í Safnahúsið við Hverfis-
götu og framkvœmd fornleifalaganna. Um fyrra atriðið far-
ast dr. Kristjáni svo orð:
Það var fyrsta verk Matthíasar að flytja safnið í hin
nýju húsakynni. Það var erfitt og mæddi mjög á honum
einum. Skemmtilegt var að vísu fyrir ungan safnmann
að flytja safn sitt í betri húsakynni en það hafði áður
haft, en ánægjan var blandin þar sem auðséð var frá
upphafi að nýja húsnæðið var allt of lítið til frambúðar.
En Matthías leysti verk sitt af hendi svo sem bezt varð
á kosið og ég nefndi í upphafi og tókst að gera þröngt og
óhentugt húsrými furðanlega notadrjúgt. Flutninginn
notaði Matthias til að vinna sér nákvæma alhliða þekk-
ingu á safninu og skipti því niður í deildir eftir eðli hlut-
anna. Að þeirri skiptingu býr safnið enn. Safnaheildina
alla kallaði hann Þjóðminjasafn, en áður var það oftast
nefnt Forngripasafnið.
Um síðara atriðið segir Kristján:
Annað það sem þegar í stað þurfti við að snúast, þeg-
ar Matthías Þórðarson tók við embætti sínu, var fram-
kvæmd hinna nýju fornleifalaga. 1 þeim erindum ferð-
aðist hann á ámnum 1908—1915 um land allt og frið-
lýsti fornminjar, ýmist eftir sjálfs sín athugun eða eftir
yfirlitsgreinargerðum hinna fyrri fornfræðinga, einkum
Sigurðar Vigfússonar, Kálunds og Brynjúlfs frá Minna-
núpi. En Matthías vann á þessum ferðum annað og stór-