Skírnir - 01.01.1962, Side 13
Skírnir
Prófessor, dr. phil. Matthías Þórðarson
9
saman við hann, skyggnumst eftir í bókum safnsins hvað
hann hefur sagt um þetta eða hitt, hver hefur verið skoð-
un hans á einhverjum menningarminjum, sem í safns-
ins vörzlu eru. Skýrslugerð Matthíasar eða árlegar safn-
aukaskrár eru lífæð safnsins og um leið brunnur sem
komandi kynslóðir safnmanna hljóta sífellt að ausa af.
Margt er torráðið sem til kasta kemur á menningarsögu-
legu safni og um að gera að til haga sé haldið þeim sann-
leikskomum, sem hverjum einstökum auðnast að finna.
Matthias Þórðarson hliðraði sér ekki hjá að glíma við
gáturnar né taldi eftir sér að rita í bækur safnsins þær
lausnir sem hann fann, öllum síðari safnmönnum til
ómetanlegs hagræðis. Hann hafði frábærlega glöggt auga
fyrir hlutum, og hér hefur aldrei verið maður sem ör-
uggari væri að skipa menningarsögulegum hlutum til
rétts sætis í tíma og rúmi.
Ég hefi hér kvatt til þann vott, sem kunnastur er vísinda-
starfsemi dr. Matthíasar og dómbærastur um hana þeirra
manna, sem nú lifa. Af þessum vitnisburði er sýnt, að hér
fór enginn meðalmaður, heldur frábær maður í sinni grein,
réttur maður á réttum stað.
Ritstörf dr. Matthíasar Þórðarsonar stóðu flest eða öll í
nánum tengslum við vísindastörf hans. Margt birtist eftir
hann í Árbók fornleifafélagsins, og þykir óþarft að tilgreina
það nánara hér. Af öðrum ritverkum hans mætti nefna þessi:
ÞjöSmenjasafniÓ 1863—1913. Vöxtur þess og hagur fyrstu
50 árin. Reykjavík 1913, ÞjóÖmenjasafn fslands. LeiSarvísir.
Reykjavík 1914, fslenzkir listamenn f (Reykjavík 1920), II
(Reykjavík 1925), Ættarskrá ÞórSar SigurSssonar og SigríS-
ar Runólfsdóttur á Fiskilæk. Reykjavik 1922 (2. útgáfa 1947),
Frá ÞjóSminjasafninu. Ágrip af skýrslu um safniS 1922.
Reykjavík 1923, Fornleifar á Þingvelli. BúSir, lögrjetta og lög-
berg. Reykjavik 1922, VínlandsferSirnar. Nokkrar athuga-
semdir og skýringar (í Safni til sögu íslands VI). Reykjavík
1929, The Álthing. Iceland’s thousand year old parliament