Skírnir - 01.01.1962, Page 14
10
Halldór Halldórsson
Skírnir
930—1930. A brief outline of its history and constitution.
Reykjavík 1930, SkeljastáSir, Þjórsárdalur (í Forntida gárdar
i Island, 1943), Þingvöllur. A1 þingisslaÖurinn forni. Reykja-
vík 1945. Auk þess ritaði hann fjölmargar greinir í blöð og
tímarit. Af útgáfum dr. Matthíasar her helzt að nefna þessar:
Rit eftir Jónas Hallgrímsson I—V. Reykjavík 1929—36 og
Eiríks saga rauÖa, Grœnlendinga saga, Grœnlendinga þáttr
(í íslenzkum fornritum IV). Reykjavík 1935.
Um ritstörf dr. Matthíasar segist prófessor Einari Ólafi
Sveinssyni á þessa leið:
En hann hefur gefið sér tóm til mikilla og merkra rit-
starfa, bóka og tímaritsgreina. Margt af því hefur varð-
að fornminjar, Þjóðminjasafnið eða skyld efni. Þá hefur
hann gefið út sögur varðandi Grænland og Vínland í Is-
lenzkum fornritum og skrifað hók um Vínlandsferðimar.
Af öllum ritum hans vil ég sérstaklega minnast á tvennt.
Annað er útgáfan af verkum Jónasar Hallgrímssonar,
með hinum mikla fróðleik í athugasemdum og ævisög-
unni. Allir, sem Jónasi unna, munu kunna honum þakkir
fyrir þær margháttuðu staðreyndir, sem hann hefur leit-
að upp af óþrjótandi þolinmæði. Ekki þarf aftur að elt-
ast við að grafa þær upp með ærinni fyrirhöfn, þama
eru þær um aldur og ævi, tiltækar öllum, sem á þeim
þurfa að halda. Hitt, sem ég vildi nefna sérstaklega, eru
hin merkilegu og efnismiklu rit hans um Alþingi hið
forna og Þingvöll. Rétt sem dæmi skal ég nefna hið
merkilega rit, sem hann gaf út síðast um þetta efni, Þing-
völlur, frá 1945. Höfundur þessarar greinar hefur farið
aftur og aftur yfir það verk, það er náma af fróðleik og
mun lengi koma að gagni þeim mönnum, sem vita vilja
um þann stað. (Alþýðublaðið 6. janúar 1962, hls. 7).
Margur mundi una vel jafnloflegum dómi af hendi svo
vandfýsins dómara.
Dr. Matthías Þórðarson vann ósleitilega í ýmsum menn-
ingarfélögum. Sjást þar víða merki um þrotlaust og óeigin-
gjamt starf hans.