Skírnir - 01.01.1962, Page 16
12
Halldór Halldórsson
Skírnir
Bókmenntaíélagsins fyrir brjósti og naut þess síðustu ævi-
árin að geta lagt fram krafta sína í þágu þess. Félaginu ber
því sérstök skylda til þess að heiðra minningu hans og halda
henni á loft.
Dr. Matthías Þórðarson átti sæti í nokkrum nefndum.
Þannig var hann í byggingar- og skipulagsnefnd Reykjavíkur
1924—1925. Hann sat í nefnd, sem fjallaði um gerð íslenzka
fánans 1913, en sú nefnd gerði frumteikningu þess fána, sem
lögboðinn var. Hann átti um nokkurt skeið sæti í Orðunefnd,
fyrst sem varamaður, en var formaður hennar frá 1946—53.
Þá átti hann einnig sæti í skjaldarmerkjanefnd Reykjavíkur
1955—1957.
Enn er þó ótalin sú stofnun, sem dr. Matthíasi var annara
um en flestar aðrar: þjóSkirkja landsins. Hann lét málefni
hennar nokkuð til sín taka. Hann var kjörinn í sókarnefnd
Reykjavíkur 1926 og átti þar lengi sæti. í kirkjugarðsstjórn
sat hann 1932—41 og í kirkjuráði sama tíma. Dr. Matthías
var trúmaður og kirkjurækinn vel. Fór vel á þvi, að Dóm-
kirkjan skyldi vera einn helzti aðsetursstaður hans á efri ár-
um, enda kunni hann þar vel við sig.
Matthíasi Þórðarsyni hlotnaðist ýmiss konar heiður á
langri ævi, bæði borgaralegur og vísindalegur. Af borgara-
legum heiðursmerkjum mætti nefna þessi: Hann varð ridd-
ari af Dannebrog 1925, riddari af sænsku Vasaorðunni 1936,
og stórkrossi Fálkaorðunnar var hann sæmdur 1952. Til vís-
indalegrar viðurkenningar telst aftur á móti, að hann var
kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga 1919, sæmdur pró-
fessorsnafnbót af ríkisstjóminni 1937 og kjörinn heiðursdoktor
í heimspeki (dr. phil. h. c.) við Háskóla íslands 1952.
Dr. Matthías Þórðarson var maður tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Alvilde Marie Jenssen frá Fristmp á Sjálandi. Þau
áttu tvö böm, en skildu. Síðari kona hans var Guðríður Guð-