Skírnir - 01.01.1962, Síða 19
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát 15
þess, að hross hafi almennt verið höfð til frálags, og er lík-
legt, að svo hafi verið allt frá landnámsöld. Mest hefur trú-
lega kveðið að hrossakjötsáti á hallæristímum, og er það at-
hyglisvert, að einmitt á árunum fyrir kristnitökuna eru sagn-
ir um harðindi.4) Undanþágan um hrossakjötsátið hefur því
verið hyggileg kreppuráðstöfun.5) En hún stóð aðeins nokk-
ur ár. Síðan var hert á banninu við hrossakjötsáti. 1 kristinna
laga þætti í Grágás varðar það fjörbaugsgarðssekt.6) Einnig
er tekið fram í lögunum um tíundargjald, að það fé, er gefa
skuli þurfamönnum, það skuli vera í „öllu nema í hross-
um.“7) Þetta ákvæði hefur sennilega verið sett til að koma
í veg fyrir, að þurfamenn freistuðust til að slátra hrossunum
sér til matar. Annars er varla ætlandi, að mikil brögð hafi
verið að hrossakjötsáti í kaþólskum sið, þar sem viðurlög við
því voru svo ströng. Auk þess hefur almannarómur snemma
talið það hneisu og lægingu.
Við siðaskiptin varð engin breyting á afstöðu kirkjunnar í
þessum efnum, og hrossakjötsát var talið jafnmikið ódæði eft-
ir sem áður. Á alþingi 1596 var kveðinn upp dómur „um það
leiða hrossakjöt(s)át í Flókadal í Fljótum; dæmd iij marka
sekt hver það hefði gjört án stórrar neyðar og húðlát.“s)
Til marks um það, hve mikill strangleikinn var á 17. öld,
má geta þess, að Brynjólfur biskup Sveinsson hélt héraðs-
prestastefnu 27. ágúst 1646 til að víkja presti einum frá emb-
ætti (meðan beðið væri endanlegs dóms) fyrir þær sakir, að
hann hefði „handtérað, borið og dregið dauðra hrossa kjöt“ um
landareign kirkju sinnar.9) En þrátt fyrir öll valdboð hefur
hrossakjöt stöðugt verið sá varaforði, sem gripið var til, þegar
allt annað þraut. Þannig er þess getið í Hestsannál, að vetur-
inn 1700, sem var eindæma harður, hafi verið „etið hrossa-
kjöt og hrafna, og hvað tönn mátti á taka“.10) Þegar kemur
fram á 18. öld, hefur ekki verið tekið jafnhart á því og áður,
að menn legðu sér hrossakjöt til munns. En þeir, sem það
gerðu, voru látnir taka opinberar skriftir eða hlutu opinbera
áminningu í söfnuðinum og misstu auk þess virðingarsæti í
kirkjunni, ef þeir höfðu haft það áður.11)
Um miðja 18. öld hófst þrálátur harðindabálkur um land