Skírnir - 01.01.1962, Síða 20
16
Gunnar Sveinsson
Skímir
allt og var einna strangastur á árunum 1754—1758. Var þá
mjög að almenningi sorfið, og gripu margir til þess úrræðis
að neyta hrossakjöts til að seðja hungur sitt. Víða um Norð-
urland hófst hrossakjötsát að marki veturinn 1755—1756.
Prestar brugðu skjótt við, eins og vænta mátti, og leituðu
ráða hjá próföstum sínum. Sumir prófastanna hafa samt tal-
ið það tryggara að leita álits hiskupa í svo viðurhlutamiklu
máli. 1 desember 1755 skrifaði séra Hallgrímur prófastur
Eldjámsson á Bægisá Gísla biskupi Magnússyni á Hólum og
har fram fyrirspum um hrossakjötsát. Biskup sendi honum
svarbréf, dags. 2. jan. 1756, þar sem segir m. a. svo:
„Hvað viðvikur hrossakjötsátinu, þá sýnist það ei líðandi
að nauðsynjalausu, miklu heldur er það straffs vert, ei þar
fyri, að í átinu séu nokkur kristnispjöll, heldur að þar með
skeður hneyksli sumum hverjum í safnaðinum. Er því fyrst
aðgætandi, hvert sá eð etur hrossa kjöt, kunni ei öðmvís uppi-
halda lífinu, þar næst qva conscientia etið sé, og í þriðja lagi,
hvort fólk í almindelighed ei þar við hneykslist. Að nauð-
synjalitlu að eta hrossakjöt cum scandalo aliomm (þó mað-
ur viti átið sé adiaphoron) er þvílík synd, sem solenniter á
að afbiðjast af lædente, að undangenginni alvarlegri áminn-
ingu í kirkjunni af prestinum, þó ei in modum absolutionis
publicæ, þar menn hafa ei þar um lögmálsins útþrykkilega
tilsögn.“12)
Því næst vitnar biskup til rita tveggja guðfræðinga (dansks
og þýzks) frá 17. öld og Páls postula. Séra Hallgrími hefur
þótt sumt óljóst í bréfi biskups og því skrifað honum fljót-
lega aftur og æskt nánari upplýsinga. Biskup svarar honum
með bréfi, dags. 15. marz s. ár., og farast honum þar orð á
þessa leið:
„Eg referera mig til míns síðasta bréfs . . . um hrossakjöts-
átið, en bæti nú þessu við: Það er mitt ráð, Deres velærverd-
(ighed), ásamt prestunum í yðar héraði, þá þeir verða varir
við, að þeirra sóknarfólk temere et contumaciter leggjast í
hrossakjöts át, fáið a) bevíslegt með gögnum órekanlegum
hrossátanna liderlige og forargerlige opförsel. b) Áminnið þá
sömu opinberlega í votta viðurvist þeir láti af þessu óskikki,